Má engu breyta, þegar á reynir ?

Eða skiptir bara máli að ,,rétta " fólkið geri það ?

Þeir sem sitja í Stjórnlagaráði buðu sig fram og það mátti hver sem er gera sem hafði náð 18 ára aldri muni ég það rétt. Svo var kosið og það fólk hefur haft það verkefni að koma með tillögur að nýrri Stjórnarskrá sem búið er að tala um að vanti í áratugi. Og þjóðin á síðan að ég vona amk , að fá að kjósa um þessar breytingar. Má vera að LMFÍ sjái þessu allt til foráttu að hluta til vegna þess að lögfræðingar einir áttu að fá launin fyrir að vinna breytingarnar ?

Það stangast pínu á hvað það er tuðað mikið um allt milli himins og jarðar og þess krafist með réttu að nýtt Ísland rísi úr sæ. Leyfum því að gerast og slökum aðeins á með tuðið í hvert sinn sem einhverju er reynt að breyta !  Please.


mbl.is Stjórnlagaráð lýkur störfum í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Líklega væri það mun áhugaverðara ef sumir rað-bloggarar færu að gagnrýna efnislega tillögur Stjórnlagaráðs fremur en að hnýta stöðugt í fólkið sem reynir sitt besta og skilaði raunar alveg ótrúlegum árangri á einungis 4 mánaða tímabili í formi nýrrar stjórnarskrár.

Ég skora á sem flesta að mæta á fund Stjórnarskrárfélagsins í Iðnó n.k. þriðjudagskvöld kl. 20.00. Fundurinn ber yfirskriftina "Kvótakerfið og nýja stjórnarskráin - Hvaða áhrif hefði ný stjórnarskrá á fiskveiðistjórnunarkerfið?" Þar verða tillögur Stjórnlagaráðs ræddar efnislega.

Sigurður Hrellir, 11.3.2012 kl. 17:51

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Sigurður Hrellir, 11.3.2012 kl. 17:51

Já það er rétt þegar þú nefnir það að það fer nú frekar lítið fyrir að rýna efnislega í tillögur Stjórnlagaráðs. Kannski að þeir sem eru háværastir um hversu ómögulegt fólk var kosið til verksins og aðdragandinn, séu bara nokkuð ánægðir með útkomu þeirrar vinnu en vilja ekki viðurkenna það , því það er ekki ,, rétta" fólkið ? 

Takk fyrir ábendinguna með Iðnó ;)

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 11.3.2012 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband