Svipting fjárræðis ?

Ég skil ekki alveg hvað verið er að tala um né hvað maðurinn vill ? Vill hann að heimilin fái aðgang að beingreiðslu á bankareikninga hvers og eins ? Það væri vissulega draumur allra annarra að þurfa ekki að vesenast við að senda fólki reikninga. Er ástæða til að óttast vanskil svo mikil að það megi ekki sýna fólki sem er með fullt fjárræði og hefur ekki verið svipt þvi, þá lágmarkskurteisi að senda þeim reikninga eins og almennt er gert í samfélaginu ?

Vona að ég sé að misskilja þetta og ef svo, þá biðst ég afsökunar. En ég óttast að skilningur minn á þessari frétt sé réttur. 


mbl.is Orð og efndir fylgdust ekki að
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Hann er sennilega að tala um það að eins og kerfið er í dag þá þarf fólk sem leggst inn á hjúkrunarheimili að borga meira en það hefur í eftir- og ellilaun til að standa straum að sínum hluta greiðslunar til stofnunarinnar.  Þannig að oft þarf að selja íbúð ofan af maka sem kannski þarf ekki sjálfur á hjúkrunarrými að halda eða ganga á eftir- og ellilaun maka.   Svona er nú Ísland í dag.

Einar Þór Strand, 21.3.2012 kl. 15:15

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir þetta Einar.

Ég kannaði þetta aðeins og fékk þau svör að í dag sé það þannig að þetta er tekið af reikningum elri borgar á elliheimilum og í raun má segja að þau hafa þá ekki fjárræði. Það er ekki þannig, er mér sagt, að einhver greiði hærra gjald en mánaðarlegan lífeyri. Og þvi hærri sem lífeyrir er, því hærra gjald greiðir þá viðkomandi af eigin innkomu og þá ríkið minna á móti.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 22.3.2012 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband