Almennt fylgi

Nægir að hafa stuðning úr atvinnulífinu og fræðasamfélaginu þegar um Forsetaframboð er að ræða ? Það er jú almennur kosningaréttur.

Hver framkvæmdi könnunina ? Það þykir mér alveg vanta með í þessa frétt og furða mig á því. Hún er jú Rektor HÍ og ég vona að ekki hafi verið freistast til að láta HÍ sjá um könnunina.

Ekki þykir mér traustvekjandi að fram komi óvissa um það hvort niðurstaðan verði svo birt. Hún er án efa góð og hæf manneskja en ég leyfi mér að efast um að hún flytji á Bessastaði í bráð.


mbl.is Kanna fylgi Kristínar til forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst sorglegt ef fylgismenn Morgunblaðs eru að leita að "einhverjum" til að fella ÓRG, en það má ekki vera "einhver" sem hugsanlega gæti verið vinstrisinnaður eða átt ættir að rekja til þeirra. Þarna gætu menn hæglega fallið á eigin bragði því þótt "einhvern" gæti vantað sjarmann sem þarf tll að vera forseti gæti viðkomandi hæglega dreift fylgi landmanna nægilega til að ÓRG sitji áfram.

Jóhanna (IP-tala skráð) 7.4.2012 kl. 10:27

2 identicon

Sæll Hjördís

Hæstaréttardómarar og umboðsmaður Alþingis eru þeir einu í dag sem ekki mega fara í framboð til forseta í dag fyrir utan þá sem hafa flekkað mannorð eða eru erlendir ríkisborgarar.  Þessir aðilar geta ekki tel ég tekið sér tímabundið frí frá vinnu til að fara í framboð til forseta og alþingis.

Afhverju eru hæstaréttardómarar og umboðsmaður alþingis útilokaðir með lögum að geta gefið kost á sér til forseta? Afhverju á þetta ekki við fleirri aðila í stjórnsýslunni s.s. forsætirráðherra. þingmenn, rektor Háskóla Íslands og fréttamenn sem dæmi? 

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

P.S.

Lög um alþingiskosningar 2000 nr. 24 16. maí

4. gr. Kjörgengur við kosningar til Alþingis er hver sá sem kosningarrétt á skv. 1. gr. og hefur óflekkað mannorð. Hæstaréttardómarar eru þó ekki kjörgengir „og umboðsmaður Alþingis“ sjá lög 16/2009 1.gr.


Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands  1944 nr. 33 17. júní


4. gr. Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maður, sem fullnægir skilyrðum kosningarréttar til Alþingis, að fráskildu búsetuskilyrðinu.

B.N. (IP-tala skráð) 7.4.2012 kl. 10:57

3 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

,,Hæstaréttardómarar og umboðsmaður Alþingis eru þeir einu í dag sem ekki mega fara í framboð til forseta í dag fyrir utan þá sem hafa flekkað mannorð eða eru erlendir ríkisborgarar", segir B.N.

Þetta er ekki rétt. Það eru mjög alvarlegar takmarkanir á möguleiku kjósenda til framboðs í embætti forseta Íslands. Kjörgengur er hver 35 ára maður, að sagt er.

Reistar eru verulegar skorður við  framboðum. Allt fólk t.d á aldrinum 25 að 35  ára aldri er útilokað frá framboði.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 7.4.2012 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband