Hin raunverulega ástæða

Fyrir fáliðaðri lögreglu, hver ætli hún sé ? Svona í alvörunni. Það var einnig of fáliðað í góðærinu s.k. Svo ekki er það bara vegna tóms ríkissjóðs núna eftir hrunið 2008. Alla daga þegar Alþingi starfar, er verið að setja lög sem banna eitt og annað og raefsiramminn misþungur. Löggjafiinn er því stöðugt að setja fleiri verkefni á lögregluna og dómstólana. Er ekki neitt hugsað um það hvort hægt sé að framfylgja lögunum; hvort nægur mannskapur sé til þess ? Eða er það algjört aukaatriði ?

Er mögulegt að þetta sé með ráðum gert, til þess að drekkja lögreglunni í sýnilegum lögbrotum ? Til þess að  þeir hafi ekki tíma til að ná í skottið á þeim sem hegða sér eins og minnkar í græðgi sinni og söfnunaráttu í peninga ? Svo hvítflibbar og evt ráðamenn fái að dúllast í sínu í friði og ró ?? Og svo skil ég ekki af hverju ekki er gerð krafa um BA próf hið minnsta, til að sinna löggæslu ??? Það er gerð krafa um aukna menntun á flestum sviðum en ekki þarna svo ég viti til  Hvað veldur ?

Það er missir af Geiri Jóni úr starfi. Hann hefur einstaka hæfileika í mannlegum samskiptum og því að róa mál og gera allt gott: virðist vera sáttasemjari. Og með afburða góða leiðtogahæfileika. Þannig hefur hann komið mér fyrir sjónir í fjölmiðlum og ég trúi þvi að sú mynd sem þar hefur birst sé alveg rétt. Óska honum alls góðs, hvort sem verður í stjórnmálum eða / og annarsstaðar ;))


mbl.is Hættir vegna niðurskurðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband