Eitt sinn er allt fyrst

Í dag verða fordæmin sköpuð fyrir ráðherra nútíðar og framtíðar. Hvernig sem fer í dag kl. 14 eins og svo rækilega er búið að auglýsa. Ekki hafa þessir 15 dómarar öfundsvert hlutverk og að þurfa svo einnig að sitja undir því að verði hann sakfelldur sé það póliskt. Aðeins sýkna verður þá sönnun þess að dómurinn er ekki pólitkískur. Þannig skil ég þetta amk.

En það má segja að fordæmi muni þá einnig skapast fyrir skipstjóra nútíðar og framtíðar á sjó. Það er svo mikið búið að líkja hruninu við skipsbrot og þá að fyrrverandi Forsætisráðherra hafi verið skipstjórinn í brúnni. Fram til þessa hafa skipstjórar á sjó verið látnar sæta ábyrgð, þó svo þeir séu ekki einir um borð að stjórna skipum. Því hefur ekki verið mótmælt kröftulega svo ég muni. Nú í Apríl er heil öld síðan Titanic fórst. Enn er einungis talað um ábyrgð skipstjórans á því hvernig fór.

Hvað verður svo gert með lögin um ráðherraábyrgð efitr daginn í dag ? Það var nú liklegast aldrei gert ráð fyrir að á þau myndi reyna. En til hvers voru þau þá sett og viðhaldið í heila öld ?

Ég óska engum þess að þurfa að sitja í fangelsi.  Megi réttlátur dómur verða kveðinn upp í dag, sem og ávallt og í öllum málum, bæði stórum sem smáum.

 

 


mbl.is Engin fordæmi til að styðjast við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geir sat í ríkisstjórn sem sett var saman af tveimur flokkum þ.a.s Sjálfstæðiflokknum og Samfylkinginu sem hafa sitt hvorn formanninn fyrir sínu liði. Forustumennirnir voru Geir og Ingibjörg Sólrún sem sýnir að það er ekki hægt að draga bara annan forsætisráðherran til ábyrgðar og láta hinn vera vitni á móti Geir. Þessu máli hlýtur að leiða til sýknu.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 11:13

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Ekki ætla ég að spá fyrir um niðurstöðu i dag B.N.

En það var og er aðeins einn Forsætisráðherra hverju sinni.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 23.4.2012 kl. 11:33

3 identicon

Þessi ríkisstjórn var tvíhöfða. Ingibjörg Sólrún var með sömu ábyrgð í þessari ríkisstjórn og Geir stafsheiti segir ekki til um það í þessu tilfelli segir mín sannfæring. 

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband