Samkeppni við kjöt-og kornræktendur ?

Er það raunverulega ástæðan fyrir því að stórar þjóðir vilja banna okkur og refsa fyrir hvalveiðar ? Þetta er mikill matur sem þarf ekki að rækta neitt fyrir og því ekki hægt að selja fóður. Og ekki heldur land til að rækta fóður. Og þvi meira hvalkjöt sem borðað væri, því minna af kjöti sem ræktað er til manneldis.

Styrkja matvælarisar Animal Connection og fleiri samtök sem vinna gegn hvalveiðum ?

Bara smá pæling..


mbl.is Hvetja Bandaríkin og ESB til aðgerða gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Einhvern tíma var sagt að öflugustu andstæðingar hvalveiða Íslendina væru nautgripakjötsframleiðendur í Bandaríkjunum.  Það er langt síðan mér var sagt þetta, mjög sennilega er þetta orðið breitt í dag....

Jóhann Elíasson, 30.4.2012 kl. 08:55

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Kannski er þetta ekki breytt sem þér var sagt fyrir löngu síðan Jóhann.

Ef heimurinn, sem ávallt er verið að minna okkur á að sé eitt markaðssvæði og allt það, myndi aðeins hugsa um hag allra, þá væru hvalveiðar leyfðar. Hvalkjöt er í raun það kjöt sem væri gott og hollt að borða vel af og ætti að vera ódýr kostur. Það þarf bara að sækja þau í sjóinn. Ekki að fæða þá og um leið fengist meiri fiskur. Nema kannski að sjávarútvegur útí heimi sé með, því ef það er of mikill fiskur, lækkar verðið.

Að auki er okkar heimshluti að drepa sig úr spiki og kólesterólvanda. Hvalkjöt er nánast fitulaust og því mjög góður kostur útfrá hollustu. Ekki neitt stera og hormónavandamál heldur. Lífræn ræktun eins og best er hægt að hugsa hana.

Ég man fyrir mörgum árum, þá var umræðuþáttur í sænska sjónvarpinu um hvalveiðar. JBH var þá Sjávarútvegsráðherra og var í þættinum ásamt fleirum og þar á meðal manni frá Greenpeace. Eftir mikla mæðu , tóks þáttastjórnanda að fá Grennpeace talsmanninn til að viðurkenna að hvalirnir sem við veiddum og Norðmenn, væru ekki meðal þeirra tegunda sem væru í útrýmingarhættu. Heldur væru það aðrar tegundir í öðrum höfum!! Svona skyldi ég þetta amk á þeim tíma og man. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 30.4.2012 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband