Leigumarkaður með eignaupptöku

Ætli það sé planið ? Að búa til almennan leigumarkað með eignaupptöku, aka lyklafrumvarpið  ?

Ef það er góður buisiness að eiga íbúðir til að leigja út, þá er gott að eiga íbúð.

Sveitarfélögum var talin trú um að selja skóla sína ofl til þess svo að leigja það aftur. Þá var nú ok að gera mjög langa leigusamninga, muni ég það rétt ( en svo ekki ok þegar Nubo vill gera langtímaleigusamning).

Það sem fólk sem kaupir hefur þó amk, þó munurinn á greiðslu lána og leigu sé ekki alltaf mikill, er að það á þá eina íbúð þegar það er orðið gamalt. Aðrir ekki neitt.

Menn mega mín vegna byggja upp leigumarkað, en þá á eigin áhættu og byggja sjálfir en ekki að nota íbúðir sem hafa verið hirtar af fólki til að fá á spottprís og leigja út. Þessvegna sama fólkinu.

Húsaleigubætur þegar þær fyrst komu....þær urðu til þess að leigan hækkaði. Sama með frístundastyrkinn sem Brogin setti á laggirnar, gjöldin hækkuðu.

Fram hefur komið á netinu að Sjóvá tryggir ekki leiguíðbúðir. Og að tjónið sé oftast eigandans. Gaman hefði verið að vita í hvaða fáu tilfellum þeir þó borga. En svo ef menn reka hótel og því er rústað...er þá slíkt tjón bætt ? Er bara hægt að gera eitthvað fyrir lögaðila ?

 


mbl.is Ræddu slæma stöðu leigjenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband