Opið fyrir komment

Venjulega er nú lokað fyrir kommentmöguleika á mbl.is þegar um andlátsfréttir er að ræða.

Hversvegna er opið núna ? Er það látið skipta máli hver á í hlut ? Það gruna ég og líkar ekki, verð ég að segja og ég vona að mbl.is sýni öllum sömu virðingu og hafi annaðhvort alltaf opið eða alltaf lokað.

 


mbl.is Lést í fangaklefa á Litla-Hrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Umrenningur

Sæl Hjördís.

Það sama gerðist í vetur þegar togari fórst á leið til Noregs. En þá var "bara" um að ræða sjómenn sem létust en ekki einhvert snobblið sem fáir vita deili á. Ákveðinn sóðabloggari hér á blog.is var fljótur að nota tækifærið til að fá út að 2+2 væri 17.

Kveðja úr gamla landinu. 

Umrenningur, 18.5.2012 kl. 15:12

2 identicon

Mér finnst skrítið að lögregluþjónn fullyrði að andlát fertugs karlmanns eftir eina nótt í fangaklefa óskaplega eðlilegt andlát.

Það er ekkert eðlilegt við það að látast á þeim aldri - og þá sér í lagi í umsjón lögreglu.

J.

Jonsi (IP-tala skráð) 18.5.2012 kl. 15:24

3 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

Umrenningur

Afhverju nafngreinir þú ekki sóðabloggarann svo kallaða, þess í stað liggja allir bloggarar hér undir grun.

En hitt er annað mál að það er algjör óþarfi að blogga um svona frétt þar sem ættmenni viðkomandi eiga sárt að binda.

Og votta þeim hér með samúð mína vegna fráfalls mannsins.

Kveðja

Jóhannes

Jóhannes B Pétursson, 18.5.2012 kl. 18:14

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Ekki fallegt ef fólk bloggar ónærgætilega um fólk Umrenningur. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 18.5.2012 kl. 21:28

5 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Förum varlega í að ræða þetta mál Jonsi. Vonum að fram muni koma hvað gerðist.

Ég er bara að benda á hvað það er skrítið að oftast er lokað fyrir kommentamöguleika þegar fólk deyr en ekki alltaf. Og það virkar á mig eins og það sé vegna þess að það er látið skipta máli hver á í hlut. Því miður. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 18.5.2012 kl. 21:30

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Sammála Jóhannes, það á ekki að blogga um svona fréttir. Ég vildi bara benda á mismunun sem ég upplifi.

Klaufalegt af mér að óska ekki aðstandendum samúðar, eins og þú gerir og biðst afsökunar á fljótfærni minni. Það bara nett fauk í mig að opið væri fyrir kommentamöguleika.

Ég óska aðstandendum mannsins sem lést samúð mína + Og ég vona að þetta mál verði kannað, það virkar einkennilegt að maður á besta aldri látist svo skyndilega eftir 1 sólarhrings dvöl.  En við skulum ekki fjalla um það hér og nú. Takk.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 18.5.2012 kl. 21:34

7 Smámynd: Umrenningur

Ef þið lesið fyrst fréttina og svo bloggið þá sjáið þið hvað ég á við. http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/1219422/

Umrenningur, 18.5.2012 kl. 21:47

8 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir linkinn Umrenningur. Hefði verið betra ef mbl.is hefði verið með lokað fyrir kommentamöguleika við fréttina , eins og hefði átt að vera með þessa frétt.

Hörmulegt það sjóslys.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 18.5.2012 kl. 22:09

9 Smámynd: Marinó Óskar Gíslason

En ég spyr bara. Er það einhver frétt þó einhver deyi í fangelsi? Fólk deyr í fangelsum á sama hátt og heima hjá sér. Svona andlát þar ekki að blása upp í fjölmiðlum. Ekki þykir það frétt er maður á fimmtugsaldri deyr heima hjá sér.

Það er bara ekki alveg í lagi með fjölmiðla og fréttaskrifarana þeirra. Það mætti halda að þessu væri slegið svona upp til að koma einhverju óorði á fangelsin. 

Marinó Óskar Gíslason, 19.5.2012 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband