Gráðug, nísk og hlynnt þrælahaldi

Sýnist mér á að lesa þetta....ég vorkenni svona fólki sem safnar peningum í tonnavís og vogar sér að mælast til að aðrir púli fyrir 2$ á dag !!! Til þess að hún geti svo safnað meiru sjálf ??? Ætli hún sé svo ein af þeim ríku sem aldrei splæsa og þykjast ávallt gleyma veskinu þegar kemur að því að borga..?

Af hverju er frekar hlustað á þá sem eru ríkir ? Og borin meiri virðing fyrir um leið ? Hún er ekki rík af eigin kröftum, eins og ég hef skilið þetta, heldur fékk hún þetta í arf og vill meira, meira, meira, meira, meira, meira, meira, meira og meira af $$$$. Ég vorkenni henni og hennar líkum. Svei henni að ætlast til að fólk púli fyrir ekki neitt, svei henni ! Nær væri af henni að fordæma kjör þeirra sem svo lítið fá, á meðan ,,eigendur" safna peningum í gámavís ! Ojbarasta.


mbl.is Ríkasta kona heims segir launin of há
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bara eins og hér heima.. elítan og við; Við sjáum td sjálfstæðismenn tala um að lækka skatta á fyrirtæki.. leyfa fyrirtækjum og elítu að fitna.. þá kannski fær almenningur mynslu af borðum elítu...

DoctorE (IP-tala skráð) 6.9.2012 kl. 09:52

2 identicon

En konan er ekki að tala fyrir því að hennar launþegar eigi að vinna fyrir lægri laun svo að hún græði meira. Hún er að tala um að samkeppnisstaða Ástralíu sé að versna vegna þess að launin þar eru of há. Það þýðir að hún getur ekki boðið afurðir fyrirtækisins til sölu á samkeppnishæfu verði. Það þýðir að hún verður að draga saman í framleiðslunni vegna þess að hún getur ekki selt. Þar af leiðandi verður hún að segja upp fólki sem fær það af leiðandi engin laun.

Er ekki málið að hún er einmitt að hugsa um fólkið, launþegana sína. Til að hún geti boðið þeim áframhaldandi vinnu verður hún að lækka verð framleiðslunnar. Það getur hún ekki vegna þess að launin eru of há. Ef að launin myndu lækka yrði framleiðsla frá Ástralíu aftur samkeppnisfær. Fólkið héldi vinnuni en fyrirtæki hennar myndi skila svipaðri framlegð til eigenda sinna og samfélagsins.

Gunnar Runólfsson (IP-tala skráð) 6.9.2012 kl. 10:39

3 identicon

sæl vertu

Hún er ekki að tala um að vilja fá starfsfólk á 2$ á dag. Hún segir að hún reyni að fjárfesta í Ástralíu og var hún að tala um samkeppnishæfni Ástralíu og er að meina ef að launin verði of há þá séu frekar líkur til þess að aðrir fjárfestar horfi frekar til þess að nýta ódýrari starfskrafta, hún er að benda á að aðrir fjárfestar séu nú þegar farnir að horfa annað en á Ástralskt vinnuafl. Þetta hefur gerst í USA sem dæmi að þar er verið að outsourca vinnu til Asíu þar sem vinnuafl er ódýrara. Mér þykir þessi færsla bera vott um fordóma gagnvart þeim sem eiga fjármuni. Og það að hún hafi ekki unnið fyrir þessu er ekki alls kostar rétt, það má vera að hún hafi fegið arf frá föður sínum, en hún hefur margfaldað þann arf sem hún fékk og ávaxtað fé sitt talsvert.

Það ætti ekki að vera kappsmál að auka laun upp í hæstu hæðir, frekar á stefnan að vera að auka kaupmátt fólks, þ.e.a.s. hversu mikið þú getur keypt fyrir þau laun sem þú hefur.

Þú mættir vel hugsa áður en þú skrifar svona færslu þar sem þú gefur þér að þessi kona sé vond og sé að níðast á hinum fátæku. Sjálfur hef ég ekki heyrt annað en að þessi manneskja hugsi vel um sitt starfsfólk, en endilega fræddu mig ef þú veist um að hún sé að níðast á fólki.

Oli (IP-tala skráð) 6.9.2012 kl. 10:53

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Hún á yfir 2000 milljarða, so com on ! Hún ætti að geta notað þá til að lækka verð á vöru sinni ! Ef hún týmir því þá. Að safna svona miklum peningum er eins og hver önnur fíkn og fólk sem erfitt er að seðja. Og ég skildi þetta þannig að hún vilji lækka launin og að henni þyki nógu gott að hafa 2$ á dag, að ,,fólk vilji vinna fyrir þeim launum í Afríku",  eða álíka, sagði hún. ÞAð sama fólk vill áreiðanlega líka vinna á hærri launum, það er neyðin sem fær það í vinnu á svo lágum launum. Þetta er víða svona, því miður og líka hér. Menn sem eiga fyrirtæki, sumir hverjir, kvarta og kvarta yfir launakostnaði og oftast kvarta þeir mest sem minnst borga. Og svo safna þeir meiri peningum en þeir ná að telja ! Fordómar, nei, en ég fyrirlít svona takta, hjá henni sem öðrum, hér heima eða í útlöndum. Las t.d. nýlelega að ca. 200.000 manns í Frakklandi sem eru fullvinnandi, búi í tjöldum vegna lágra launa. Það er ekki í lagi.

Það væri gaman að vita hvort hún borgi skatta og skyldur af þessum milljörðum til Ástralíu, hvort hún hafi fengið afskrifað, hvort hún eigi reikninga á Tortula og víðar. 

Ég styð það að fólki vegni vel, en þetta misbýður mér. Ég hef þá bjragföstu trú að allir eigi að geta haft það gott og haft nægan mat og húsnæði og fleira sem þarf til ,,venjulegs " lífs. Það væri hægt ef það væri ekki svona margt fólk sem er svona gráðugt og nískt, eins og þessi kona virkar vera á mig. Hún leyfir sér að láta allt flakka, þá tek ég mér sama leyfi og læt þetta flakka um skoðun mína á henni...í hálfkæringi að sjálfsögðu ;)

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 6.9.2012 kl. 11:30

5 identicon

Oli er líklega sjálfstæðismaður... þessi skessa er þekkt fyrir að vera argasta svín í ástralíu, platað pabba sinn til að erfa hana að öllu á dánarbeði og ég veit ekki hvað .
Hún yrði góður sjálfstæðismaður

DoctorE (IP-tala skráð) 6.9.2012 kl. 11:33

6 identicon

Sammála þér Hjördís. Svo er til máltæki sem hljómar svona. Græðgin verður aldrei södd. það á vel við þessa skessu sem þessi norn er.

óli (IP-tala skráð) 6.9.2012 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband