Ósanngjarnt að rukka

Og ég vona að Leifsstöð hafi þetta endurgjaldslaust sem allra fyrst.

Það þarf enginn að segja mér að allir sem þurfa að hafa fyrir því að kaupa netið fyrir 490 kr per klst., noti það allt og Leifsstöð hirðir því restina. Hvað ætli það séu háar fjárhæðir sem ekki er notað af því sem selt er ?

Eins og t.d. ferðamenn sem eru að bíða eftir að komast frá landinu...og koma margir hverjir aldrei aftur. Eða bara venjulegur Íslendingur sem kaupir inneign á netið...hann kannski finnur svo ekki kótann næst þegar hann á leið um, svo það er tapað fé en gróði fyrir Leifsstöð.

Meira að segja alþjóðaflugvöllurinn í Washington DC, höfuðborgar USA, sér fært að bjóða uppá þráðlaust og endurgjaldslaust internet ! Þá ætti litla Leifsstöð að geta gert það sama. Það er að verða jafnsjálfsagt að komast á netið eins og að komast á wc. 


mbl.is Frítt net á skandinavískum flugvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Eins og t.d. ferðamenn sem eru að bíða eftir að komast frá landinu...og koma margir hverjir aldrei aftur. Eða bara venjulegur Íslendingur sem kaupir inneign á netið...hann kannski finnur svo ekki kótann næst þegar hann á leið um, svo það er tapað fé en gróði fyrir Leifsstöð"

Þú getur bara skráð þig einu sinni inn.

Þú verður að nota allan klukkutíman strax, eða aldrei.

Sigurður (IP-tala skráð) 8.9.2012 kl. 12:18

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Oh, vissi það ekki og takk fyrir að segja frá því Sigurður. Ég nefnilega ætlaði í fyrsta sinn í fyrra, að prófa að fara á netið og komst þá að gjaldtökunni. Var svo glöð með litla sæta tölvu með mér en ákvað að kaupa þetta ekki því mér blöskraði.

Þá er þetta enn svívirðilegra hjá þeim !!

Svei þeim nískan og græðgin og heimskan að halda að þó fólk geti fengið sér flugmiða, hafi það um leið fulla vasa fjár í allt milli himins og jarðar. Það er okrað á öllu á Leiffstöð, nóg af viðskiptavinum en samt er allt á okurprís á veitingum ofl. Alveg sama þó það sé ,,hefð" fyrir því að það sé dýrt að versla veitingar ofl í flugstöðvum, þá þarf Ísland ekki að apa slíka ósiði upp eftir öðrum. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 8.9.2012 kl. 13:34

3 identicon

Ég tel það ólöglegt að loka á nettengingar farega og stunda síðan einokun með því að selja þeim eigin tengingu á uppsprengdu verði. Hægt var að banna þeim að taka eigin drykki, en mat hafa þeir ekki náð að banna.

Palli (IP-tala skráð) 10.9.2012 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband