Svæfður með sköttum ???

Ég hef haft það á tilfinningunni lengi og sú tilfinning eykst, að leynt en ljóst , sé með einbeittum vilja, verið að svæfa völlinn burtu með aukinni skattpíningu. Svo þegar allir eru hættir að fljúga, nema örfáir embættismenn sem fljúga ,,frítt" í boði OKKAR allra fyrir skattfé OKKAR, þá er svo létt að tala um það hversu fáir farþegar fari nú um völlinn og því engin nauðsyn að hafa hann þarna lengur. Og...svo þegar völlurinn er kominn ,,eitthvert annað", þá munu þeir skattar án efa lækka stórkostlega yfir nóttu, svo hægt verði að blása lífi á ný í innanlandsflugið...

Að færa völlinn er ekki neitt annað en græðgi. Held að hátt yrði hlegið að þeim stjórnmálamönnum í NY, sem létu sér detta í hug að hrófla við JFK !!! Með þeim rökum að þar er svo dýrmætt byggingarland , sem það er án minnsta vafa. Ekki kvarta flugmenn svo ég viti. Af hverju er ekki hlustað á sérfræðinga um málið, sem eru flugmennirnir, eða er það bara gert þegar sérfræðingarnir eru hlaðnir háskóladoktorsgráðum, þó aldrei hafi flogið flugvélum..... ??


mbl.is Borgin hafi reynst úlfur í sauðargæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Amen á eftir þessu...þette er rétt,enda er það meir  en óeðlilegt hvað það er dýrt að fljúga hér innannlands....samantekin ráð margra sem viilja völlinn burt...
Svo má velta fyrir sér líka eldsneytisverðinu,af hverju það er svona hátt.....

Kveðjur..

Halldór Jóhannsson, 8.3.2014 kl. 11:19

2 Smámynd: Jón Logi Þorsteinsson

Farþegar sem fara þarna í gegn nálgast hálfa milljón. (400.000 +). Þetta er veruleikafirring að ætla það að þeir bara keyri í staðinn.....

Jón Logi Þorsteinsson, 8.3.2014 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband