9.4.2012 | 21:41
Er leitað
Að unglingum sem hverfa um stund ? Eða er bara beðið eftir að þau skili sér ?
Nýlega var frétt á pressan.is um það að unglingum sé haldið föngnum og svo leyft að fara þegar auglýst er eftir þeim. Mér brá mikið við að lesa það. Og þar kom einnig fram að foreldri sem grunaði hvar barn þess var, sagði að lögreglan gæti ekki gert neitt nema ef formleg kæra bærist.
Ég vona að það sé í lagi með þessa ungu stúlku og að foreldrar hennar fái hana heim til sín sem fyrst, heila og höldnu. En það gerir mig dapra hvað hvörf unglinga virðast einvhernveginn vera í lagi af kerfinu, svona eins og það þurfi ekki að taka þessu alvarlega. Það þarf að breytast og það strax. Er látið skipta máli hver á í hlut ? Væri leitað ef unglingur ráðamanns væri týndur ? Ef eitthvað alvarlegt er að þá skiptir tíminn öllu máli og því skil ég ekki hversvegna það er ekki leitað og björgunarsveitir virkjaðar út til þess í hvert sinn.
![]() |
Lýst eftir stúlku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.4.2012 | 19:43
Áratugamökkur
Var um borð flugvéla um heim allan. Aldrei gerðist neitt hættulegt þessvegna svo ég muni eftir að hafa heyrt af. Óþægilegt já, vissulega.
Svo var okkur sagt að vélarnar gætu sprungið og hrapað ef það væri reykt um borð. Hvað breyttist ?
Var það kannski bara feimni flugfélaganna um að banna reykingar um borð, því það var jú almennt leyft og allstaðar ?
Gott að þetta sé bannað, hver sem rétt ástæða þess virkilega er.
Annars hefur reykingabannið almennt gengið kraftaverki líkast á kaffihúsum og börum landsins. Mér þykir sú lagasetning ein sú best heppnaða og er fegin að þetta var bannað. Ég held að það séu það allir. Svona næstum því allavega og oftast.
Mikið væri nú gott ef við værum almennt jafn löghlýðin þegar kemur að svo mörgu öðru sem við viljum ekki hlýða...;))
![]() |
Reykti um borð í flugvél |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2012 | 00:20
Krúttað
Og óvænt og meira en í fínu lagi. Gaman að lesa svona frétt. Vonandi að hann brosi og dansi sem oftast og mest.. ;)))
En af hverju eru veðurfréttirnar ekki sendar beint út eins og fréttirnar ?
![]() |
Veðurfréttamaður RÚV vekur athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.4.2012 | 16:03
Forseti Íslands
Er hluti af ríkisvaldinu og ber samkvæmt stjórnarskrá Íslands að vernda og styðja Þjóðkirkjuna. Þar sem stutt er í kosningar, varð mér hugsað til þess hlutverks við lestur þessarar fréttar. Og já um leið, ríkisisstjórnir okkar.
Hvernig hefur Forseti staðið sig í því ? Hvernig mun sá Forseti sem kosinn verður í sumar, standa sig í þeirri verndun sem Stjórnarskráin okkar kveður á um að Forseti skuli sinna ?
62. grein
Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
![]() |
Siðferðisgildin ekki horfin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2012 | 11:48
Naustagrandi
Væri gráupplagt að akstursvæði fengi að heita. Það hefur verið kallað eftir svæði í mörg ár, kvartmílubraut eða hvað þetta er nú annars kallað. Þar sem menn geta spinnt og skransað !! Það eru fullt af ökumönnum sem augljóslega vilja leika sér á bílum sínum inná milli. Leyfum þeim það á sérstökum svæðum. Og þar þarf að vera hringtorg, það ,liggur fyrir" m.v. þetta myndband ;)) Passa bara að það sé ekki látið kosta inná slíkt svæði, þá geta menn freistast til að nota önnur svæði áfram til leikja sinna hvort sem er. Það væri mikið unnið með svona svæði, leiksvæði á kvöldin og á nóttunni og hægt að nota það til æfingaaksturs fyrir ökuprófsnema á kristilegri tímum.
![]() |
Ólíðandi hegðun bílatöffara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.4.2012 | 20:44
Nú tökum við gullið !
Bæði í handboltanum og á Euro. 2012 verður gott ár fyrir Ísland. Kominn tími til ;))
Takk ,,Strákarnir okkar" og til hamingju Ísland !
![]() |
Íslenska landsliðið á Ólympíuleikana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2012 | 12:18
Pása á 2007
Og tímabært að ýta á Play þar sem frá var horfið...íslensku Wallstreet í Borgartúninu á enn að halda til streitu að því er virðist. Ekki gékk ,,að finna kaupanda" áður og það er leyndó hvaða verðmiða eigi að setja á fasteignina sem hýsir bankann... Hvernig væri bara að prófa að auglýsa eignina til sölu með ásettu verði ?
Hver á bygginguna annars ? Eru það við skattgreiðendur eða er það þrotabúa gamla bankans ?
![]() |
Laugavegur 77 til sölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2012 | 12:01
Rafræn söfnun
Á undirskriftum, t.d. í samvinnu við skattinn. Ætti það ekki að vera framkvæmanlegt á 21.öldinni ???
Í stað þess að þurfa að redda hundruði manna her um allt land til að safna þessu á pappír. Og fyrir hvern og einn frambjóðanda fyrir sig að auki. Væri evt hægt að sameina undirskirftarsafananir á pappírsformi fyrir alla frambjóðendur ? Mér þykir þetta eitthvað svo mikil sóun á tíma í rauninni og eins og það þurfi að gera frambjóðendum sem erfiðast fyrir. Nokkuð strembið og langt ,,atvinnu-umsóknarferli" , þó kosið sé.
![]() |
Stuðningsmenn Þóru safna undirskriftum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.4.2012 | 11:21
Vúddú gjörningur
![]() |
Bjarni Harðar varð vitni að krossfestingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.4.2012 | 09:55
Almennt fylgi
Nægir að hafa stuðning úr atvinnulífinu og fræðasamfélaginu þegar um Forsetaframboð er að ræða ? Það er jú almennur kosningaréttur.
Hver framkvæmdi könnunina ? Það þykir mér alveg vanta með í þessa frétt og furða mig á því. Hún er jú Rektor HÍ og ég vona að ekki hafi verið freistast til að láta HÍ sjá um könnunina.
Ekki þykir mér traustvekjandi að fram komi óvissa um það hvort niðurstaðan verði svo birt. Hún er án efa góð og hæf manneskja en ég leyfi mér að efast um að hún flytji á Bessastaði í bráð.
![]() |
Kanna fylgi Kristínar til forseta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)