Ein leið

Af mörgum væri að Sjúkratrygginar myndu niðurgreiða sálfræðinga. Þeir mega ekki ávísa lyfjum. Merkilegt að það sé ekki gert. Í ýmsum dómsmálum er vitnisburður þeirra tekinn til greina en af einhverjum ástæðum er þeim ekki treyst með sama hætti og læknum til þess að hjálpa fólki að líða betur. Fólk má fara endalaust oft til lækna sem er niðurgreidd þjónusta og fá slatt af niðurgreiddum lyfjum. En það er litið á það sem lúxus að hitta sálfræðinga. Hversvegna ???

WHO skilgreinir heilbrigði sem : líkamlegt, andlegt og félagslegt. Það er aðallega einblínt á það líkamlega; það sem sést á röntgen og blóðprufum. Vitað hefur verið lengi að það er ómögulegt að líða vel andlega ef líkaminn er ekki í lagi og það hefur áhrif á líkamann ef andlega hliðin er ekki í lagi. Um þetta hafa læknar ekki verið sammála í margar aldir og að mér skylst og eru það ekki enn, þeas hvort likami og sál séu eitt og hið sama eða tvö aðskilin fyrirbrigði. Ég held að það sé ekki hægt að skilja likama og sál í sundur.  

Þegar fólk á í erfiðleikum er því sagt að það taki tíma að ná bata; að það þurfi að vera þolinmótt. Kerfið þarf að vera það líka og hætta að hafa það sem fyrsta kost að skrifaður sé út lyfseðill án þess að reyna aðrar leiðir fyrst.  Það gæti verið svo margt, eins og t.d. sjúkraþjálfun og nudd. En þetta er af einhverjum óskiljanlegum ástæðum , ásamt sálfræðitímum, flokkað sem lúxus, fólki gæti óvart liðið vel. Betra að eyða margfaldri upphæð í rándýr lyf sem lækna ekki nærri alltaf því miður.

Fólki virðist ætlað að lækna sjálft sig þegar kemur að þvi andlega og félagslega. Allavega of oft að því er virðist og þannig vandi á einhvernveginn að vera því sjálfu um að kenna. Fólki er gjarnan sagt að ,, láta ekki svona" eða ,, hætta"  að vers sí eða svo. Merkilegt nokk.

 


mbl.is Verðum að draga úr ægivaldi lyfjaiðnaðarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt

Að lesa þessa frétt. Við getum verið stolt af því að hafa fært þeim þessa gjöf. Til hamingju Malavíbúar !
mbl.is Afhenti sjúkrahús í Malaví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónur og $

,,Í viðtalinu segir Jón þó að hann hefði aldrei farið út í viðskipti með vatn á sínum tíma ef hann hefði vitað þá það sem hann veit nú. „Við héldum að við gætum gert þetta fyrir 8 til 12 milljónir dala. Við erum núna búnir að setja um 120 milljónir í þetta," segir Jón"

Rosalegar upphæðir og ég viðurkenni að ég hélt um stund að samtals væri verið að tala um 120 milljónir íslenskra króna. En vá, 120 milljónir $ Dollara, það er nokkuð miklu meira ! Hvaðan komu peningarnir í þetta fyrirtæki og hvað er það sem er svona dýrt við þetta ?  

En þetta er jákvætt og gott mál með blessað vatnið okkar og jákvætt að verið sé að koma vatninu okkar á kortið ;)) Og ótrúlegt að lesa að við gætum tappað tvöfaldri heimsneyslu af flöskuvatni á hverjum degi, vatn sem rennur án nýtingar til sjávar.


mbl.is Dior segir íslenskt vatn best í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært

Þessu ber að fagna. Meiri völd til almennings, þar sem þau eiga að vera. Vona að þjóðaratkvæðagreiðslur séu komnar til að vera. Hefði allt eins mátt lauma einni stuttri í viðbótvíst við erum að þessu á annað borð...hvort fulgvöllurinn eigi að fara eða vera. Ok, tveimur. LSH , hvað á að gera með skrímslíð sem ætlar að leggjast á beit fyrir framan fallega gamla Landspítalann. Smá útúrdúr...

 


mbl.is Þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stemmir ekki

Reynt er að telja okkur trú um , til þess að við leggjum blessun okkar yfir ofurlaun sem er á uppleið í bönkunum, að því hærri laun því hæfara fólk fáist til að stjórna bönkunum.

Landsbankinn skilaði mestum hagnaði og Arion minni . M.v. rökin sem okkur eru gefin, ætti afkoma LÍ að vera sú slakasta. Bankastjóri ísalndsbanka / Glitnis, ætti samkvæmt þessu að vera með lægstu launin, hafi ég skilið þetta rétt.

Man eftir Alþingismanni sem sagði í ræðupúlti ( eftir hrun), að nauðsyn væri að hafa launin góð í bönkunum, annars fengist þangað aðeins ,, hratið " til starfa. Ég man einnig hvað ég var undrandi að sjá ekki þessi orð´í fyrirsögnum fjölmiðla í kjölfarið , né heldur andmæli félags bankastarfsmanna.

Fram hefur komið að ýmsir stjórnendur LÍ hafi hærri laun en bankastjórinn. Það sem mig langar til að vita ef hvort því sé eins háttað í hinum tveimur bönkunum sem hér eru nefndir ???


mbl.is Bankastjóralaunin 80,7 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engum hollt

Að vera lengi í nokkurru valda - / áhrifastöðu, engum. Við búum í lýðræðissamfélagi og við megum ekki óttast breytingar svo mikið að við þorum ekki að kjósa nýjan forseta. Þetta er á engan hátt persónulegt gagnvart þeim sem gegnir nú embætti og hefur gert það síðustu 16 ár.

Hann hefur staðið sig vel og getur haldið áfram að gera þjóðinn gagn á margan hátt eins og svo margir aðrir forsetar í heiminum að loknum tíma sínum. Fólk í einræðisríkjum öfundar án efa fólk sem fær að kjósa sér forseta. Það geta þau ekki gert . En við getum það. ( ekki svo að skilja að sitjandi Forseti sé einræðisherra , alls ekki).


mbl.is Forsetakosningar 30. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

,,Gert að sæta geðrannsókn"

Er orðalag sem viðheldur og jafnvel eykur fordóma. Það sést of oft í umfjöllun um handtökur og málsmeðferðir í dómstólum.

Ágæta fjölmiðlafólk; breytið orðalagi ykkar og hjálpið þannig þeim sem þjást af geðsjúkdómum og þeirra nánustu. Það lóð sem þið getið lagt á vogarskálina vegur sennilegst langþyngst. Það er lagalegt atriði að þeir sem eru  handteknir eða /og sitja í gæsluvarðhaldi þurfi að fá það athugað hvort sakhæfi sé til staðar eða ekki. En þetta orðalag sem ég vísa til, það þarf að hverfa. Þetta orðalag er til þess fallið að þetta sé eins og glæpur að vera haldið geðjúkdóm og það að fara til geðlæknis sé refsingin við því. Fæstir brotamenn eru með geðsjúkdóma. Fæstir sem eru með geðsjúkdóma hafa brotið lögin. Eftir því sem ég best man að hafa lesið.


mbl.is Hver vildi vera kallaður Kleppari?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkar móttökur

Þegar vitað er að aðildarumsóknarferli er í gangi. Er verið að senda okkur tóninn að ef við nú værum í ESB þá væri þetta ekki gert ? Eða eru verið að fæla okkur frá ? Ekki beint sú gestrisni sem við erum vön. Okkur er gefinn puttinn áður en við höfum ákveðið hvort við verðum með eða ekki. Lofar ekki góðu.
mbl.is Refsiaðgerðum gegn Íslandi verði flýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk Reykjavík

Rétt hjartalag þarf að vera til staðar til þess að þetta gangi vel, sem og áhugi á að skilja og hjálpa s.k. utangarðsfólki okkar. Það er ósk mín að slíkt fólk verði ráðið til þessara þörfu starfa. Fleiri sveitarfélög ættu að sjálfsögðu að koma að þessu heldur en einungis Reykjavík.

Ég fagna þessu framtaki Höfuðborgar okkar og vona að það fólk sem á að hjálpa verði ánægt og að þetta sé komið til að vera. Lagt er upp með að þetta sé tilraun til 1 árs og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld að kostnaður sé áætlaður tæpar 30 milljónir, muni ég það rétt. Ég hjó þó eftir að fréttamaður spurði : ,, er þetta ekki nokkuð vel í lagt ? " og var því svarað játandi af borgarfulltrúa að ég held. Mér þótti gæta að eftirsjá fjármuna í verkefnið, en ég vona að ég hafi túlkað tóninn alrangt.

Þetta fólk sem hér um ræðir er það veikasta að mínu mati í samfélaginu og það er skömm hverrar þjóðar að fólk eigi ekki heimili og enn meiri á kaldri eyju og fámennu samfélagi. Ég óska þess að þess sé skammt að bíða að það tilheyri einungis sögubókum að fólk eigi ekki heimili, sér í lagi þeir sem veikastir eru og geta ekki bjargað sér af þeim sökum.

Megi þetta ganga sem allra best í alla staði.


mbl.is Borgarverðir taka til starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Traust

Okkur verður vonandi treyst til þess að kjósa um nýja stjórnarskrá í sumar. Rétt eins og okkur er treyst til þess að kjósa Alþingismenn , borga skatta og skuldir,  gifta okkur og eiga börn. Séum við nógu greind til þess, erum við nógu greind til að kjósa um eigin stjórnarskrá. Menntunarstig þjóðarinnar er að auki hátt , svo það er óþarfi að panika yfir því að þetta verði of flókið. Amk ekki flóknara en svo margt annað sem okkur er treyst til að gera. Allir sem náð hafa kosningaaldri munu fá að kjósa, bæði Alþingismenn, Forseti vor, útvegsmenn, bankamenn og almenningur. Gott mál sem ég vona að verði ekki stoppað eða sett í frystinefnd.

Svo er óskandi að lög um hópmálssókn verði kláruð. Okkur er alveg treystandi til þess að eiga slík lög, líkt og öðrum þjóðum !


mbl.is Borin undir þjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Bloggfærslur 20. mars 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband