26.3.2012 | 23:33
Gísli Einars neitar
Að Landinn hafi þegið greiðslur fyrir umfjöllun, það má sjá í frétt á dv.is.
Ég er pínu hugsi...er mögulegt að spillingin í ,,gamla daga" hafi verið svo miklu mun almennari og víðtækari en okkur órar fyrir þannig að reynsluboltum þjóðarinnar detti ekki neitt annað í hug en að greitt sé fyrir hverja þá umfjöllun sem er í fjölmiðlum almennt, amk mjög oft ?
Að allt eigi sér ,, annarlegar hvatir" ? Hafa þessir reynsluboltar sjálfir unnið sýn störf með þeim hætti, að fá ávallt eða oft allavega, eitthvað aukalega fyrir sinn snúð, hvort sem voru þá ,,bitlingar" eða cash ? Eða þekkja þeir svo ótal mörg dæmi þess ? Var það bara alveg gefið hér áður fyrr og sjálfsagt ? Ef svo, væri þá ekki nær að fræða um það hvernig þessu var háttað hér áður fyrr í stað þess að dylgja og gefa í skyn eitthvað sem er svo ekki neitt til í ?
Vona að menn biðjist afsökunar hafi þeir rangt fyrir sér. Hver sem í hlut á. Það er vont að sitja undir ásökunum um mútuþægni.
![]() |
Björn sakar RÚV um áróður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.3.2012 | 21:18
Skamm Kaupás !
Fyrir að koma svona fram við starfsfólk ykkar, skamm, skamm !!!
Við þekkjum það flest hvað hátt er talað um mannauð fyrirtækja, allavega á hátíðar-og tillidögum. Það er nú meira hvað er mikilvægt þegar á reynir...
Ég var að komast að því að síðustu tvær verslanir 11-11 loka á morgun. Starfsfólkinu var tilkynnt um það seinni partinn í dag, boðuð á fund og voða fínt og var afhent uppsagnarbréf ! Þau fara vonandi til VR til að kanna rétt sinn. Sumt af starfsfólkinu hefur haft þetta til hliðar við nám sitt og stólað á þetta, amk út veturinn og svo bara bæ bæ , með dags fyrirvara !
Ég trúi því seint að svona gerist með svo litlum fyrirvara að það sé ekki hægt að gefa fólki eðlilegan 3ja mánaða uppsagarfrest. Og það verður engin útsala á nokkru í búðunum, öllu pakkað niður og þá væntanlega flutt í Krónuna og Nóatún og selt þar á lægra verði.
10-11 mun víst koma í staðinn og skrítið að Kaupás hafi ekki viljað breyta þessu þess í stað í Krónu búðir í stað þess að færa þessi tvö verlsunarpláss yfir til samkeppnisaðila. Ef hann nú er það í raun ? Ætli t.d. Nettó eða Víðir hefðu ekki allt eins viljað reka þarna sínar verslanir ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2012 | 19:05
Kommón !
Hverjum er ekki sama hvað einhver sagði fyrir 15 árum síðan !
Af hverju má fólk ekki skipta um skoðun yfirleitt og hvað þá og svona löngum tíma. Þegar án efa hellings vatn hefur runnið til sjávar í millitíðinni.
Eitthvað væri sagt ef fólk haldi sig ávallt við sömu skoðun, það væri þá kallað þrjóska, þvermóðska ofl álíka.
![]() |
Steingrímur var á móti veiðigjaldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.3.2012 | 12:45
Stofufangelsi
Og það að búa við félagslega einangrun vegna fjárskorts...er einhver munur á því í rauninni ?
Annars trúi ég ekki þessum tölum og skil ekki hvernig hægt er að halda því fram að fólk hafi það eins núna og árið 2004 hvað kaupmátt varðar. Vona að góðgerðarsamtök, féló of fleiri aðilar sem ættu að vita um málið, segi okkur hvort þetta sé rétt. Og já fleiri aðilar sem eru á hinum endanum, í því að græða, eins og innheimtufyrirtæki, sýslumenn sem sjá um að selja heimilin ofan af fólki, kaupmenn , vegagerðina, bensínsala ofl.
Er Hagstofan að taka með í þennan kaupmátt sinn þá staðreynd að almenningur hefur tekið út tugi milljarða af viðbótarlífeyris sínum eftir hrun, sem ekki var hægt árið 2004 ? Væri það sanngjarnt ?
Ekki man ég eftir að fólki hafi liðið eins illa árið 2004 og það gerir í dag og hefur gert frá hruni. Er Hagstofan að saka almenning um ímyndunarveiki á sama tími og við erum dópistar samkvæmt Seðlabankanum ?
![]() |
Kaupmáttur svipaður og 2004 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.3.2012 | 11:33
Leikjafræði
Í fréttinni segir m.a.: ,,..bankinn væri í mun betri samningsstöðu, í leikjafræðilegu samhengi.." man ekki eftir að hafa heyrt þetta áður..? Svo ég Googlaði og þetta er nokkuð áhugavert þykir mér.
Wikipedia segir m.a. :
,,Eitt þekktasta dæmi leikjafræðinnar nefnist siðklemma fangans (e. prisoner's dilemma).Hann lýsir þeim valmöguleikum og hugsanlegum útkomum þess þegar tveir einstaklingar, A og B, eru ákærðir fyrir glæp. Þeir eru aðskildir við yfirheyrslur og þurfa að ákveða framburð sinn. Ef báðir þegja fá þeir báðir mildan dóm. Ef annar bendir á hinn og hinn þegir er þeim fyrrnefnda sleppt en sá síðarnefndi fær þungan dóm. Ef þeir benda báðir hvor á annan fá þeir báðir dóma." - mikið er búið að benda hvor á annan þegar orsakir hrunsins ber á góma eins og vitað er. Enginn hefur bent á sjálfan sig so far.
Á vísindavef HÍ segir m.a. undir fyrirsögninni: ,, Hvað er leikjafræði ?"
,,Hvert sem viðfangsefnið er eiga líkön leikjafræðinga það sameiginlegt að í þeim er ákveðnu kerfi lýst með því að tiltaka hverjir taka ákvarðanir í því, hvaða valkosti þeir eiga, hvaða hagsmuna þeir eiga að gæta, hvaða upplýsingar þeir hafa og hvaða leikreglur eru rammi samskipta þeirra. Yfirleitt er gert ráð fyrir að aðilar taki rökréttar ákvarðanir sem miða að því að hámarka eigin hag en það er þó ekki algilt. Sum áhugaverðustu líkön leikjafræðinnar gera ráð fyrir að stundum geri menn mistök eða að þeir skilji leikinn ekki fullkomlega, að geta þeirra til að greina áhrif ákvarðana sinna og annarra sé takmörkuð."
Hvað starfa margir leikjafræðingar hjá Seðlabankanum ? Eða innan stjórnsýslunnar eða bara opinbera batterísins almennt ? Finn engann á Google með þessu starfsheiti. Kannski hefði mátt nota þessa fræðigrein meira ? Sem er einnig útskýrð sem einhverskonar regnhlíf eða þverfagleg umgjörð. Það hefði verið fínt að hafa haft slíka regnhlíf í því mikla ,,fárviðri" sem geysaði hér í aðdraganda hrunsins....
![]() |
Sala bankanna leysir vandann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.3.2012 | 10:19
Allir nema einn
Skemmtu sér vel og nutu sýningarinnar. Sá eini var algjörlega í spreng og lá lífið á við að komast á wc á undan öðrum í lok sýningar, enda eflaust búinn að hlæja sig máttlausan. Í fátinu gleymdi hann að klappa, skiljanlega, enda á allra síðasta séns svo ekki færi illa og pínleg uppákoma myndi skapast...:)
Held það sé meira en óhætt að treysta viðbrögðum fjöldans og láta ekki einn mann á hraðferð stoppa sig í að sjá leikrit Jóns Gnarr.
![]() |
Klappaði ekki og gekk út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.3.2012 | 00:32
Segðu bara já
Þóra, sláðu til ;)
Þú yrðir án efa flott í þetta hlutverk, virkar kurteis, hefur fágaða framkomu, ert vel máli farin, virkar nokkuð klár, þægilega rödd og talanda. gæti lýst þér betur ef ég þekkti þig, en út frá skjánum get ég sagt þetta. Og að vísu frá Norræna húsinu þar sem þú stjórnaðir spjalli við Evu Gabrielson, sem bjó með Stig Larsson. Þá skynjaði ég nærveru þína pínu pons og hún var hlý og þægileg og það held ég öllum í salnum hafi fundist sömuleiðis.
Svo held ég að það yrði áhugaverð landkynning að fá hjón með 6 börn á Bessastaði, þar af 1 sem væri enn á brjósti. Og með heimavinnandi sjónvarpsvanan eiginmann að auki...5 stjörnur !!!
![]() |
Kurteisi að íhuga framboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)