24.4.2012 | 23:21
Nei, nei, nei !
Við ( ríkið) þurfum að byggja þessi göng sjálf og eiga þau frá byrjun, eigi að byggja þau á annað borð.
Menn sem vilja einkabuisness verða að fá lán í bönkum í einkaeigu án ríkisábyrgðar !! Eða fara í annan buisness. Það er ekki klókt að ætla að verða ríkur á að byggja göng á Íslandi og lifa á veggjöldum. Þetta lendir allt í fanginu á okkur hvort sem er. Jafnvel þó tækist að standa við afborganir uppá eflaust minnst 10 milljarða, áætlanir fara nánast alltaf langt framúr. Svo kemur að viðhaldi, þá verður talað um öryggismál og þá yrði bankað uppá hjá okkur hvort sem er og stillt upp við vegg að taka upp veskið. Við erum nýbúin að því með Farice sem dæmi.
![]() |
Vísað til annarrar umræðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2012 | 21:36
Þeir hirða gróðann
Og tapið verður ríkisvætt. Það er venjan.
Meira bullið, annaðhvort eru menn í einkabuisness eða ekki. Það þýðir ekki að hanga í ríkispilsfaldinum skjálfandi á beinunum og nagandi neglurnar. Sé viðskiptaáætlun góð og sannfærandi, ætti að vera létt að sannfæra banka á frjálsum markaði um að veita lán án ríkisábyrgðar. Fáist það ekki, ætti ríkið að fatta að áhættan er of mikil.
Mér líkar ekki að fara eigi í framkvæmd sem ríkið vill ekki eða telur sig ekki hafa efni á, dulbúið einkastimpli með ríkisábyrgð. Þeir kannski trúa því sjálfir sem ráða ríkisfjármálum að þetta geti gengið upp. En meðalgreindur svartur pöpullinn blekkist sem betur fer ekki svo létt !!!
Hitt er annað að ríkið ætti að standa að svona framkvæmdum og þora að segja nei þegar það er ekki hægt, þó svo það sé stutt í næstu kosningar.
![]() |
Skattgreiðendur verði ekki blekktir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.4.2012 | 19:58
Hefndir og högg
Fyrir hvað eiga pólitískir andstæðingar að hafa verið að hefna GHH með ? Eða koma höggi á flokkinn ? Annars er ekki gott að blanda saman persónu GHH eins og gert hefur verið að mér hefur þótt, við það hlutverk/starf að stýra þjóðarskútunni á hverjum tíma. Þetta gerist of oft og er ekki gott. Og svo skil ég ekki að ef sakfelling í einu litlu atriði er pólitísk, hvernig getur þá sýkna í 3 mun stærri liðum verið annað en pólitísk líka ???
Hvað gerði GHH af sér og flokkurinn sem kallaði á slíkar hefndaraðgerðir ???
Annars er sennilegast best að afnema lögin um Landsdóm og um leið alla ábyrgð ráðamanna ráðamanna okkar í nútíð og framtíð.
Sennilegast hafa þessi lög verið sýndarmennska frá upphafi, til þess að láta almenning halda að það væri refsivert að vinna verk sín ekki vel í þágu þjóðarinnar og gæta að fjármunum og öryggi okkar. Eins og á að vera hægt að treysta á.
Þannig þá réttlætt fín laun , einkabílsjtóra og fleiri fríðindi. Og digur eftirlaun, umfram aðra.
Slík rök halda ekki vatni. Oft verið á þetta bent að ábyrgð sé í raun engin þegar á reyni en nú er það alveg kristaltært.
Ég óska engum þess að sitja á sakamannabekk eða fá dóm. Engum. Og óska GHH til hamingu með að málinu sé lokið hér heima amk og að líf hans komist sem fyrst á kreik á ný sem og hans nánustu.
Það eru vond örlög allra sem lenda í því að vera ákærðir eða /og sakfelldir og því miður eru margir saklausir menn sem sitja inni um allan heim. Og eins að málsmeðferðartími er of oft alltof langur og svo er kostnaður svo hár að fólk á alltof erfitt með að verja sig. Slíkt gengur ekki upp í réttarríki og þarf að breyta.
Það er óskandi að þetta mál hafi þarfar og góðar breytingar í för með sér. Og færi kærðum, ákærðum og dæmdum mikilvægar réttarbætur í framtíðinni. Sjálfstæðislfokkurinn ætti einmitt að taka þau mál uppá sína arma sem þeir hljóta að gera. Einnig að laun ráðamanna okkar og eftirlaun verði lækkuð, þar sem engin ábyrgð fylgir störfum þeirra. Og í leiðinni, að lagasmíð framtíðar geri ráð fyrir því að það sé ólöglegt að setja landið á hausinn.
![]() |
Landsdómi ekki beitt í hefndarskyni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2012 | 16:09
Nöfn þessara 5
Sem fóru í námsferðir á vegum RÚV þurfa að koma fram og allt um málið; af hverju var farið, hvað var verið að læra eða skoða , hvað þetta var oft og hvað lengi hver ferð. Fóru makar með, hvað kostaði þetta og hver hafði frumkvæði að þessu ? Stóð öllum starfsmönnum RÚV að fara, þar með talið skúringakonum ???? Var fólkið á fullum launum hjá RÚV á meðan og fékk það að auki dagpeninga og þá frá hverjum, hafi svo verið ??? Eða voru tekin launalaus frí ?
Er ESB með einhverja heimasíðu um svona ferðir þar sem hver sem er getur pantað sér fría náms-og eða skoðunarferð ? Eða er mestur áhugi á að splæsa á fjölmiðlafólk, til að mýkja það í umfjöllun sinni um ESB ? Heita það ekki annars mútur ? Úbs, hvernig læt ég.. ;o..mútur þekkjast ekki hér á landi og má helst ekki nota það orð.. nema um útlendinga í útlöndum.. ;))
Og auðvitað þurfa svo aðrir fjölmiðlar að svara því sama.
![]() |
RÚV þiggur ekki styrki frá ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
24.4.2012 | 14:33
Auglýsing eða frétt ?
Ég er oft efins hvað varðar fréttir af bensínverði. Nú eru þeir að auglýsa lækkun að mínu mati og ættu að kaupa til þess auglýsingapláss eins og önnur fyrirtæki sem lækka vörur sínar.
Þessar sveiflur þeirra upp og niður og næstum látlaust...hverju á það að skila neytendum ? Sama með fleiri svosem, eins og flugfélögin svo ég taki dæmi. Eins og rússnesk rúlletta í rauninni, eða eins og að fá lottóvinning að fá viðunandi verð.
![]() |
N1 lækkar verð á bensíni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2012 | 11:41
Auðvitað
Ég hef aldrei hugsað um þetta. En við að lesa þessa frétt er þetta svo augljóst og borðleggjandi og ekki annað hægt en að vera sammála um leið.
Ég verð undrandi ef þessi einfalda ósk mætir andstöðu. Ég vona að það verði strax hætt að verðlauna börn fyrir að standa sig vel í heimsókn til lækna með því að gefa þeim sprautur. En það má endilega finna aðra sniðugu gjöf handa þeim þessum litlu elskum. Best væri ef val á slíkri gjöf væri í samráði við foreldra og Slysavarnahúsið.
![]() |
Taka þarf fyrir sprautugjafir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.4.2012 | 10:27
Gott að Landsdómur sýknaði
Í gær var fyrrverandi Forsætisráðherra sýknaður, m.a. af ábyrgð vegna Icesave, hafi ég skilið þetta rétt. Og þar með í raun öll fyrri ríkisstjórn, að það hafi ekki verið hægt er gera neitt. Gott og blessað.
EFTA getur þá væntanlega ekki lengur höfðað mál gegn Íslandi/ ríkinu. Og þarf því að hjóla beina leið í fyrrverandi bankastjóra eða/og þrotabú bankans.
Niðurstöðu Landsdóms hlítur EFTA að taka mark á og breyta málatilbúnaði sínum í ljósi niðurstöðunnar sem var tilkynnt í gær.
![]() |
Meðalganga ESB staðfest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)