24.5.2012 | 15:45
Hvert er tjónið ?
Ef maður t.d. ber þetta saman við þá skammarupphæðir sem Breiðuvíkurbörnum var boðið eftir að gróflega var brotið á þeim og skaðinn mikill og varanlegur á líf þeirra og heilsu.
Leitt að lög séu ekki virt og allt það. En er rétt að hafa boðið henni 500 þúsund fyrir það eitt að fá ekki vinnu sem hún sótti um ? Er rétt af henni að krefjast 16 milljóna ? Er tjónið meira ef fólk er vel menntað og heilbrigt ? Og á um leið, eða ætti að hafa, meiri líkur á að bjarga sér og plumma sig mjög vel án þess að fá slíkar bætur.
Þarf ekki hið minnsta að láta hana ganga í gegnum mat á þvi hvert tjónið var sem höfnun í starf olli henni á heilsu og líf ??? Og hvort það tjón sé varanlegt eða ekki.
![]() |
Áhrif bindandi úrskurða undir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2012 | 15:35
Námulaunin
Það væri áhugavert að vita hvort laun námuverkamanna séu í samræmi við hagnaðinn. Og aðbúnað þeirra. Ég rétt vona að ekki sé verið að setja hana á háan hest, eigi hún ekki heima þar með réttu. Að græða og græða á kostnað þrælahalds ( sem illa launuð störf og aðbúnaður eru ), er ekki í lagi og ætti ekki að vera samþykkt eða eigendum slíkra fyrirtækja hampað á nokkurn hátt.
Ég vona að það eigi ekki við um þetta fyrirtæki. En eitthvað er þá verðlagið of hátt, víst svo svakalegur hagnaður verður. Eða er það ekki annars ? Allavega ætti að vera svigrúm til lækkunar.
Og hvort greitt sé auðlindagjald..?? Kannski ekki svigrúm í slíkt ?
![]() |
Ríkasta kona heims |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
24.5.2012 | 15:19
Sannreynt ?
Gott og blessað þetta með að undrun vekji að listi sé fylltur út með sama penna..en hvernig er það kannað hvort viðkomandi hafi skrifað undir eða ekki ? Það kemur ekki fram hér.
Er hringt í viðkomandi ? Er það fólk látið gefa rétta undirskrift ? Eða er þetta samkeyrt við Reiknistofu Bankanna, sem á líklegast stærasta safn undirskrifta vegna greiðslukorta. Þetta langar mig að vita.
![]() |
Skrifuðu ekki undir með eigin hendi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2012 | 13:58
Mafíutaktar
Og ekki neitt annað. Að ætla sér að halda eftir nýfæddu barni sem gísl !
Margt slæmt er sagt um hina ýmsu vélhjólaklúbba...ég efast um að þeir myndu gera svona. Svei þeim þarna úti í Grikklandi. Ég vona að þetta sé eina málið, sem ég óttast þó að séu fleiri. Erfitt að ímynda sér að þetta sé alveg fersk og ný hugmynd hjá þeim.
Ætli svona tilraunir til gíslatöku séu löglegar í Grikklandi ? Og að hver sem er megi nota slíkar innheimtuaðferðir ? Eða að þetta sé einkaréttur háskólamenntaðs heilbrigðisstarfsfólks og að þá sé þetta í fínu lagi ?
![]() |
Hótuðu að halda barninu eftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.5.2012 | 13:47
Meðmæli á netinu
Væri ekki sniðugast og einfaldast og réttmætast, að yfirvöld væru með síðu á netinu, til þess að fólk geti skrifað þar undir beint ?
Nöfn allra sem væru í framboði á hverjum tíma, væru þá þar og svo væri sundurliðað hvert svæði og fjöldi undirskrifta sem kominn væri. Og um leið væri tékkað af að enginn mæli með tveimur og að nöfn meðmælenda séu gild m.v. þær reglur sem um það gilda, aldur þeirra ofl.
Ég óttast pínu að vel sé hægt að skemma að ásettu ráði fyrir frambjóðendum, með því að skrifa undir hjá mörgum. Það er ekki gott ef svo væri.
Við búum á tækniöld. Við höfum góða reynslu af rafrænum skattskýrslum og heimabönkum. Þessvegna ætti ekki að vera nein fyrirstaða að hafa meðmælasöfnun á netinu. Nafnleynd eða nafnbirting, allt eftir ósk hvers og eins meðmælanda. Orðið hálf púkó og gamaldags að það þurfi að safna þessu á pappír. Og það er dýrt í heild sinni og tímafrekt, bæði fyrir frambjóðendur og opinbera eftirlits-og samkeyslukerfið sem þessu fylgir.
![]() |
Grunur um rangar undirskriftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2012 | 13:35
Fengsæl fiskimið
Við túnfótinn, og göturnar líta svona illa út á Ísafirði. Hversu mikið skilar sér í bæjarsóð af því sem hafið allt í kring hefur uppá að bjóða ? Maður skildi ætla að sjávarplássin ættu að njóta góðs af háum tekjum sem sjávarútvergurinn skapar. Eða situr lítið eftir og ef svo, þá hversvegna ?
Ef fyrirtæki sem þurfa að grafa, geta ekki gengið sómasamlega frá, ætti bærinn að sjá um þetta sjálfur og senda þeim svo reikninginn. Amk héðan í frá, sé það þeirra að ganga frá þannig að útlit sé eins og áður en grafið var. Varla er þetta sú auglýsing sem þessi fyrirtæki eru að sækjast eftir. Eða er þeim kannski alveg sama ?
Flott hjá Ísfirðingum að mála holurnar og ég vona að barátta þeirra skili skjótum árangri ! Fleiri ættu að gera slíkt hið sama, og mála óslegið gras í leiðinni, sem bæjarfélög á nokkrum stöðum hafa trassað til að láta fólk trúa því að þau séu að spara fjármuni. Hafa það sýnilegt, eins og sagt er. Sem ég held að sé blekking að mestu.
![]() |
Mótmæla með götulistaverkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2012 | 13:24
Surprise, surprise
Man einhver dæmi þess, amk síðustu 15-20 árin eða svo, að tillaga frá minnihluta hafi verið samþykkt ?
Er ekki bara tíma og peningasóun að leyfa þingmönnum sem tilheyra minnihluta hverju sinni, að koma fram með frumvörp og tillögur sem kjósa á um á Alþingi ?
![]() |
Tillaga Vigdísar felld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)