Skýring aukinna innbrota ?

Gullsmiður hér á landi sagði mér að hér á landi er hægt að labba inn með gull og það þarf ekki að geyma það áður en það er brætt. Hann sagði mér að víða í útlöndum gangi það ekki þannig fyrir sig. Mig minnir að hann hafi tekið Bretland sem dæmi þar sem gullsmiðir þurfa að geyma allt gullskart sem þeir kaupa í 3 mánuði. Komi Lögregla á þeim tíma vegna skarts sem stolið hefur verið,  ber þeim að afhenda skartið og tapið er þeirra.  Hann sagði mér að hér þurfi gullsmiðir ekki að geyma þetta og að sér þætti kerfið hér ekki vera í lagi; að hér sé þetta alltof auðvelt.  Svona skildi ég hann amk og hafi ég skilið hann rangt, mun ég eyða þessari færslu; setja hana í ,,bræðslu" ;))

Geyma gullsmiðir kannski skart sem þeir kaupa uppá eigið einsdæmi í 3 mánuði, þó svo lögin skikki þá ekki til þess ? Ég efast ekki um heilindi gullsmiða, en ég tel að skerpa þurfi lögin og setja inn geymslutíma. Og t.d. að greitt sé fyrir keypt skart að geymslutíma liðnum.

Skoðar Safnaráð allt skart áður en það er brætt ? Eða er það bara nauðsyn þegar planið er að fara með það úr landi til bræðslu ?  Af hverju sjá útlenskir gullkaupendur sér hag í að koma hingað til að kaupa skart til bræðslu ? Er það evt vegna stífari reglna í öðrum löndum um t.d. geymslutíma áður en það má bræða ???

Er eins mikið stolið af tölvum í innbrotum eftir að gullæðið rann hér á ? Hefur þjófnaður á skarti aukist á sama tíma ?

Sé þetta rétt skilið hjá mér...eru þá þessar auglýsingar óvart að hvetja til aukinna innbrota hér á landi ?


mbl.is Gullæði hefur gripið um sig á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gullæði er runnið á gullkaupmenn.. þar sem 4flokkurinn hefur haldið þannig á málum að almenningur verður að selja allt sitt skart...
Og jú, þarna er smá gulrót fyrir innbrot fyrir vonlausa fíkla og svona

DoctorE (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 09:59

2 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Mér finnst það hálf fáránlegt að því sé slegið upp í fréttinni eins og fólk almennt liggi á gullbyrgðum sem það vilju nú hagnast á. Ætti frekar að vera á þá leið að fólk sé nú að selja ættardjásnin til að eiga fyrir mat.

En svona er nú hægt að slá upp fréttum til að "fela" það sem er raunverulega að ske.

Tómas Waagfjörð, 25.4.2012 kl. 22:38

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

DoctorE og Tómas,

Takk fyrir komment ykkar og mér þykir þetta gullæði vera mál sem þarf að skoða. Þetta var ekki svona fyrir hrun, hvað breyttist hjá gullsmiðum að auglýsa og auglýsa undanfarin misseri ? Og svo má vel vera að þetta sé neyð, eins og þú bendir á Tómas. Sá auglýsingu um daginn á forsíðu sjónvarpsdagskrár: ,, Græddu á gulli" Á hótel Smár og aðeins  í 3 daga frá einhverju sem heitir : http://www.pandhjewellers.com/

Gullsmiðurinn sagði mér að hann hafi reynt að vekja máls á þessu, en ekki fundið áhuga á því. Honum þykir þetta ekki í lagi að hér gildi ekki lög um að geyma skart áður en það er brætt, t.d. 3 mánuði eins og í sumum löndum.  Að þetta sé alltof auðvelt hér.  ÉG er honum alveg sammála.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 25.4.2012 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband