Látum ESB refsa okkur

Þá sjáum við og aðrir betur hvað er um að vera innan ESB. Og getum þá betur ákveðið hvort við viljum vera með í klúbbnum eða ekki. Fáum skjóta kynningu á kostum og göllum beint í æð og milliliðalaust, án þess að JÁ og NEi hópar þurfi að segja orð meir. 

Það gengur ekki að láta undan hótunum. Leyfum þeim að sýna mátt sinn og vopn gegn herlausa smáríkinu sem heimurinn elskar. Í leiðinni munum við sjá hverjir vinir okkar eru, þeir sem munu styðja Ísland og höldum okkur við þá og seljum þeim fiskinn okkar !!!


mbl.is Hótar Íslandi refsiaðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Éti þeir andskotann! Ósjálfbærar veiðar? Í fyrsta lagi veður makríllinn um íslenska fiskveiðilögsögu án þess að spyrja kóng eða prest og því sjálfsagt að moka honum upp eins og hægt er á meðan hann er á beit í íslenskri lögsögu. Beygjum okkur aldrei undir hótanir og ofbeldi Evrópusambandsins þótt Össur sleiki á þeim rassg.... sem ákafast.

corvus corax, 25.4.2012 kl. 11:14

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Akkúrat Corvus Coras, fiskurinn syndir frjáls og við eigum okkar lögsögu.

Látum reyna á hvort þetta séu innihaldslausar hótanir eða ekki. Alveg þess virði þó okkur muni evt blæða smá á meðan.

p.s. mér þætti undurvænt um að þú notir ekki ókurteist orðaval um menn á minni síðu amk. Þó þú sért þeim ekki sammála um málin ;)) Að auki er sá sem þú nefnir ekki einn í því að kanna aðild að ESB. Um það var kosið á Alþingi og samþykkt. Takk ;P

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 25.4.2012 kl. 11:32

3 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

Sæl Hjördís

Já eins og alltaf þá heldur þú því fram að Ísland sé eins og stórveldi :-)

Það er enginn hjá ESB að fara með vopnavaldi gegn Íslandi, láttu ekki eins og kjáni. 

Það er ekkert að því að ESB ríki vinni saman, og það eru þau akkúrat að gera.

Verður fróðlegt að skoða ef markaðir ESB lokast fyrir okkur.

Við verðum fljót að finna fyrir því.

Þetta mál verður að semjast um enda er makrílinn flökkustofn.

Við kölluðum mikið eftir vinum okkar þegar AGS kom til landsins en hverjir komu ?

Það kom enginn fyrr en við vorum búin að beygja okkur undir kröfur AGS.

Átti ekki Rússar að koma með pening til að bjarga Íslandi ?

Hef ekki séð þann pening koma.

Vinir og pólítík eru gjörólíkt fyrirbæri, kanski væri best að við lærðum það við fyrsta tækifæri.

Annars væri bara gott á okkur 330.000 smá kónga að vera einir og sér og skammast út í alla, hvað allir útí heimi eru vondir við okkur.

Kveðja

Jóhannes 

Jóhannes B Pétursson, 25.4.2012 kl. 11:43

4 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Jóhannes, "Það er enginn hjá ESB að fara með vopnavaldi gegn Íslandi, láttu ekki eins og kjáni." Hvað kallar þú vopn? Ef ég tek kylfu og lem þig með henni, þá er hún orðin að vopni, ef ég tek lög og beiti því gegn þér þá er það líka orðið að vopni. Það sem gerir þetta "áhugavert" ef þannig má að orði komast er að ESB er að spá í að breyta eigin lögum til að beita gegn okkur.

Brynjar Þór Guðmundsson, 25.4.2012 kl. 18:03

5 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

Sæll Brynjar

Já ef þú tekur vopn eins og kylfu og beitir henni á einhvern þá brýtur þú lög, bæði hér og annarsstaðar.

Lögum er hægt að breyta og það mun örugglega ESB gera ef með þarf.

En ef þeir telja að ekki verði hægt að ná samningum við okkur þá þurfum við að búast við því að taka það út í refsiaðgerðum.

Erum við í stakk búin til að takast á við það eins og staðan er í dag ?

Ef staðan er sú að við skuldum meira en 700 milljarða í gjaldeyri og við eigum ekki gjaldeyrisforða til að greiða þessa skuld, hjálpar það okkur að við fáum á okkur refsiaðgerðir hjá ríkjabandalagi sem við eigum meira en 60% viðskipti við ?

Hvar á sá gjaldeyri að koma ef ekki frá ESB ?

Hvar eigum við að selja allan þennann fisk til ?

Þú býrð ekki til nýja markaði á mánuði, bara láta þig vita.

Það eru ekki bara til hagsmunasamtök á Íslandi, þau eru sterk annarsstaðar líka.

En við getum líka notað hugtakið að grafa hausnum í sand og bíða og sjá til hvort hættan sé liðin hjá :-)

Íslendingar eiga líka útgerðarfyrirtæki í ESB hvað með þau t.d.

Þá á ég við ef Íslensk fyrirtækin veiða makríl mun það hafa áhríf á dótturfélög þess erlendis ? 

Þetta mál er ekkert að hverfa.

Kveðja

Jóhannes  

Jóhannes B Pétursson, 25.4.2012 kl. 18:59

6 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

Kvöldið

Með rökum verður þetta mál unnið eða tapað.

Það er okkar að rökræða bestu samninga fyrir okkur á móti Írum, Skotum og Norðmönnum og ná samningum sem allir geta verið sáttir við !

ESB er ríkjabandalag margra þjóða og þurfum við að fá önnur lönd að hlusta á okkar rök annars fer ílla.

Kveðja

Jóhannes

Jóhannes B Pétursson, 25.4.2012 kl. 19:15

7 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Jóhannes, Það búa 500.000.000 manns í ESB en 6.500.000.000 annarstaðar. Þar fyrir utan er stór hluti af útflutningi Íslands nú þegar utan bandalagsins. Refsiaðgerðir munu ekkert gera annað en að hækka verð á fiskafurðum innan ESB. Þar fyrir utan vinnur tímin með okkur. 2010 og fyrr var okkur ekki einu sinni boðið að borði þrátt fyrir að fiskurinn gengi inn í allar hafnir íslands og lengra

"En við getum líka notað hugtakið að grafa hausnum í sand og bíða og sjá til hvort hættan sé liðin hjá :-)" Er það taktík ESB sinnanna? Merkingin á bak við að stinga hausnum í sandinn er að gefast upp og treysta öðrum fyrir lífi sínu

"Það er okkar að rökræða bestu samninga fyrir okkur á móti Írum, Skotum og Norðmönnum og ná samningum sem allir geta verið sáttir við !" Við höfum lög, rök og rétlætið á bak við okkur en þeir stærð, þetta verður viðureign Davíðs og golíats ef ESB þorir að ganga alla leið, því fórnarkosnaður þeirra verður jafnmikil okkar. Rétt eins og í þorskastríðinu

Brynjar Þór Guðmundsson, 25.4.2012 kl. 21:02

8 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

Sæll Brynjar

Þú lifir í fortíðinni, allavega miðað við rök þín.

Ef þú ert svona viss um að við þurfum ekki á ESB að halda varðandi sjávarútveg, talaðu þá við okkar útgerðir og sjáðu hvort þeir treysta sér að hætta að selja til Evrópu.

Þú talar eins og barn og heldur að Ísland sé miðdepill á alheiminum :-)

Við erum það ekki og erum í þess stað bara smá ríki staðsett á norðurhjara veraldar. 

Auk þess að vera gjaldþrota þjóð með gjaldeyrishöft og fallandi krónu.

Við erum með skuldsettustu heimili þó víða væri leitað og er það að þakka verðtryggingu.

Ef frá væri ekki talið mörg þúsund manns sem flutt hafa til Noregs og Danmörku þá væri atvinnuleysi mun meira en er hér skráð.

Miðað við þína útfærslu þá ert þú skuldlaus maður og átt engin vandamál.

Flest heimili hér á Íslandi hafa aðra sögu að segja.

Hvað mörg þúsund manns þiggja matarúthlutanir frá mæðrastigsnefnd og kirkjunni ?

Nei við þurfum endilega að fara í stríð við alla, það er okkar Íslenski vegur.

Verði þér að góðu.

Kveðja

Jóhannes  

Jóhannes B Pétursson, 25.4.2012 kl. 21:42

9 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

Sæll Brynjar 

Góð grein hjá Vísi. :

Borin von að Ísland geti rekið sinn eigin gjaldmiðil

Jón Steinsson hagfræðingur við Columbia háskólann í New York segir að ef Íslendingar ekki haldið aftur af verðbólgu þegar hagkerfið er verndað á bak við gjaldeyrishöft og atvinnuleysi er 6%, er borin von að þeir geti rekið sinn eigin gjaldmiðil með góðum árangri í opnu hagkerfi.

Þetta kemur fram í grein sem Jón skrifar í Fréttablaðið í dag undir fyrirsögninni: Seðlabankinn þarf að hækka vexti. Jón telur að bankinn geti minnkað verðbólguna með vaxtahækkunum en vandinn sé sá að
ef enginn hefur trú á því að Seðlabankinn muni gera neitt í því þótt verðbólga hækki getur verðbólga sprottið af sjálfu sér.

„Seðlabankinn er reyndar blóraböggull í þessu öllu saman. Hinn raunverulegi vandi er að það er enginn stuðningur í samfélaginu fyrir því að Seðlabankinn haldi verðbólgu í skefjum. Alltaf þegar Seðlabankinn aðhefst eitthvað fær hann yfir sig holskeflu gagnrýni alls staðar að. Stjórnmálamenn í öllum flokkum skammast í honum. Og það gera líka forystumenn í verkalýðshreyfingunni og forystumenn atvinnurekenda," segir Jón í grein sinni.
„Öll elítan í landinu er samstiga í því að skammast í Seðlabankanum ef hann vogar sér að reyna að halda aftur af verðbólgu. Það er því ekki nema von að verðbólga sé sjálfsprottin um þessar mundir á Íslandi.

Talsmenn þess að við höldum í krónuna segja að það þurfi „bara" agaðri hagstjórn í framtíð en í fortíð. Sannleikurinn er sá að það er enginn stuðningur á Íslandi fyrir agaðri hagstjórn þegar kemur að peningamálum.
Ef við getum ekki haldið aftur af verðbólgu þegar hagkerfið er verndað á bak við gjaldeyrishöft og atvinnuleysi er 6%, er borin von að við getum rekið okkar eigin gjaldmiðil með góðum árangri í opnu hagkerfi."

Orð sögð af sönnu !

Hvernig eiga eiga heimili á Íslandi að geta greitt af lánum sínum þegar verðbólga og verðtrygging er allt að drepa ?

Nei förum í stríð við ESB, það er það eina sem maður heyrir frá nei sinnum, engar lausnir ! 

Kveðja

Jóhannes

Jóhannes B Pétursson, 25.4.2012 kl. 22:12

10 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Mátt alveg útskýra Jóhannes að ég telji Ísland ávallt vera stórveldi ??

Ég er ekki sátt við að kúgun og þvingunum sé beitt, það er ekki í lagi og við eigum eki að sætta okkur við það. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 25.4.2012 kl. 22:32

11 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

Sæl Hjördís

Ef það nást ekki samningar um flökkustofninn þá verður öðrum úrræðum beitt.

Við á Íslandi myndum gera það sama ef við hefum tækifæri til, þá ef loðana eða þorskurinn færi að synda til skotlands í tvo mánuði og þeir færu að veiða 200 þús tonn af okkar fiski.

Þessa deilu þarf að leysa við samningaborð og ekkert annað.

Annars er eina landið sem mun blæða er Ísland.

Það þarf bara að horfa raunsætt á málið út frá báðum hliðum.

Kveðja

Jóhannes

Jóhannes B Pétursson, 25.4.2012 kl. 22:39

12 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

Sæl Hjördís

Afsakaðu átti náttúrulega að vera loðnan.

Afsakaðu þetta.

Kveðja

Jóhannes

Jóhannes B Pétursson, 25.4.2012 kl. 22:41

13 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir þetta Jóhannes ;) En ég er engu nær um að ég telji Ísland ávallt vera stórveldi.... ;// ??

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 25.4.2012 kl. 22:49

14 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

Sæl Hjördís

Fyrirsögnin þín er dálítið stórmakleg eða látum ESB refsa okkur.

Ég átti við að Ísland er ekki í stakk búið í dag að fara þessa leið.

Það er engin vilji hjá flestum þjóðum innan ESB að refsa okkur, við eigum í átökum við hagsmunasamtök , Íra, Skota og Norðmanna.

Fiskistofnar ESB hafa látið undan vegna ofveiða sem þeir eru að fara setja nýjar reglur um veiðar og horfa til okkar hvað vel hefur verið gert.

Þeir hafa áhyggjur af þessum stofni og vilja ræða um hvað hver má veiða hvað mikið í þessum flokkustofni, ekkert að því.

Við höfum sterk hagsmunasamtök á borð við LÍÚ, þeir líka.

Við erum ekki í ESB og eðlilegt að ESB hugsi um þau ríki sem eru þegar í bandalaginu þá Íra og Skota.

Sé ekkert óeðlilegt við það.

Kveðja

Jóhannes   

Jóhannes B Pétursson, 25.4.2012 kl. 22:55

15 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir að skýra þetta.

Vona að þetta sé rétt hjá þér með viljaleysi ESB að refsa okkur. En þá eiga þeir heldur ekki að hóta okkur, ætli þeir ekki að standa við það hvort sem er. Við eigum þá ekki að stressast of mikið, heldur semja um málið að sjálfsögðu, með okkar hagsmuni í huga. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 25.4.2012 kl. 23:17

16 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

Sæl Hjördís

Vonum að það takist að semja.

Horfum bara á þetta frá öllum hliðum.

Á annari hendi eru Færeyjar og Íslendingar, hins vegar eru það Norðmenn, Skotar og Írar eðlilega styður ESB þá síðar nefndu.

Eins og í öllum samningum þá eru aldrei allir 100% sáttir, þó við náum ekki öllu okkar þá getur það samt sem áður verið sigur.

það er betra að semja heldur að fara í viðskipastríð sem allir tapa á.

Við eigum hvort sem er eftir að fara í gegnum annað hrun á Íslandi eftir eitt eða tvö ár þegar fólk fer að missa allt sitt miðað við 110% leiðina.

Það stendur enginn undir því miðað við verðbólguna og verðtrygginguna sem er í dag á Íslandi.

Kveðja

Jóhannes 

Jóhannes B Pétursson, 26.4.2012 kl. 01:15

17 identicon

http://mbl.is/frettir/erlent/2012/04/25/hrun_esb_ordid_ad_raunhaefum_moguleika/

Ekkert fjárans esb hér (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 06:13

18 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Jóhannes, Hefur þú tekið eftir því að þú svarar út og suður. "Þú talar eins og barn og heldur að Ísland sé miðdepill á alheiminum :-)" Þú þarft að útskíra þetta frekar.

"Ef frá væri ekki talið mörg þúsund manns sem flutt hafa til Noregs og Danmörku þá væri atvinnuleysi mun meira en er hér skráð."  Þú getur þakkað núverandi stjórn fyrir þetta. Það hefur farið þvílíkur tími í þetta ESB kjaftæði, ef tímin hefði verið nýttur í eithvað skynsamleg, þá væri staðan betri en hún er í dag.

"Nei við þurfum endilega að fara í stríð við alla, það er okkar Íslenski vegur." Við erum ekki að fara í stríð við neinn, ESB er á höttunum á eftir okkur hafir þú ekki tekið eftir því. Ríkistjórn Íslands sendi bátana ekki yfir í landhelgi annars lands eftir makrílnum heldur er landhelgin okkar full af honum. Auk þess hefur ekki staðið á stjórnvöldum að semja um Icesave heldur hjá Bretum og hollendingum

"Fiskistofnar ESB hafa látið undan vegna ofveiða sem þeir eru að fara setja nýjar reglur um veiðar og horfa til okkar hvað vel hefur verið gert." Hugmyndin á bak við refsiaðgerðir á makríl eru einmitt til að stöðva ósjálfbærar veiðar,en 80% allra fiskistofan innan ESB eru ofveiddir en enginn hér.

 "Miðað við þína útfærslu þá ert þú skuldlaus maður og átt engin vandamál." Hvað er það kallað þegar sterkasta vopnið er að ráðast á persónu viðmælanda? Þú verður að fyrirgefa en ég hef alla tíð haldið að ég hafi verið skynsamur maður, svo ég vitna í sjálfan mig; "Það búa 500.000.000 manns í ESB en 6.500.000.000 annarstaðar."

Brynjar Þór Guðmundsson, 26.4.2012 kl. 06:54

19 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

Sæll Brynjar

Þessi ríkisstjórn átti ekki þátt í hruninu.

Það voru ríkisstjórnir sem voru áður sem ollu þeim.

Engin ríkisstjórn gæti hafa lagað það í einni svipan sem hinar ollu þjóðinni.

Það bíða 700. milljarðar eftir því að komast úr landi, það er risavaxið verkefni.

Þú skilur þetta ekki enn ?

Makríllinn er flökkustofn og hann þarf að semja um ! náðir þú þessu ?

Sama myndi gerast hjá okkur ef okkar þorksstofn færi suður til Írlands í nokkra mánuði og þeir myndu veiða úr honum eins mikið og þeir vilja, það kæmi hljóð úr okkar mönnum þá !

Svo kemur fólk eins og þú og vilt eyðileggja stærsta og öflugasta markað Íslendinga sem er ESB?

Það talar allt um rök þín.

Þess vegna notaði ég barn eða kjánaskap um þínar skoðanir.

Eins að nota orðið kylfur til að réttlæta að breyta lögum er líka kjánaskapur.

Lögum er alltaf verið að breyta og við ættum að þekkja það manna best.

Kveðja

Jóhannes

Jóhannes B Pétursson, 26.4.2012 kl. 10:08

20 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Jóhannes, "Eins að nota orðið kylfur til að réttlæta að breyta lögum er líka kjánaskapur." Ef þetta er lesskilningur þinn þá er full átæða til að hafa áhyggjur af leskunnáttu þinni og gerir skoðun þína á sambandinu Eðlilega. Því ljóst er að þú getur ekki lesið þér til gagns. Ég sagði hvergi að kylfur væru eða ætu að vera notaðar til að breyta lögum, heldur sagði ég "Jóhannes, "Það er enginn hjá ESB að fara með vopnavaldi gegn Íslandi, láttu ekki eins og kjáni." Hvað kallar þú vopn? Ef ég tek kylfu og lem þig með henni, þá er hún orðin að vopni." m.ö.o þá útskírði ég fyrir þér hvað vopn er og notaði kylfu sem dæmi og lög hinsvegar.

 "Þessi ríkisstjórn átti ekki þátt í hruninu." Var samfylkingin ekki í stjórninni?

"Það voru ríkisstjórnir sem voru áður sem ollu þeim" Þeim hverjum? Þessi setning passar ekki við neitt sem ég sagði síðast eða skyftið áðurné nokkuð hjá síðu höfund, hvert ert þú að fara

"Makríllinn er flökkustofn og hann þarf að semja um ! náðir þú þessu ?" ESB hefur sýnt takmarkaðan samningsvilja og megnið af 2010 og fyrr gerðu ráðamenn brussel allt sem þeir gátu til að halda okkur fyrir utan veiðum á þessum fiski. Einnig sögðu þeir að þetta væri "einstakt" þrátt fyrir að makríllin hafigengið svipað í lögsögu landsinni þrú ár í röð(sjá 2.3) og alltaf verið í einhverju mæli suðaustast. Einnig eru merki um að Makríllin hrygni í lögsögu Íslands. Og þrátt fyrir veiðar Íslendinga fjölgar í makrílstofninum.

www.sjavarutvegsraduneyti.is/media/.../Skyrsla_Makrill_jan2011.PD... "Þú skilur þetta ekki enn ?" Jóhannes

Annarstaðar varst þú að hafa áhyggju af því að makrílstofninn hnigni, þá ættirðu að pæla í þessu , Skotar að landa framhjá kerfinu 100.000 tonn árlega. Ég ætla að vitna í þig Jóhannes "Þú skilur þetta ekki enn ?"

"Svo kemur fólk eins og þú og vilt eyðileggja stærsta og öflugasta markað Íslendinga sem er ESB?" Ef allt fer á versta veg, þáverða settar viðskifaþvinganir á sjáfarútveg landsins ekkert annað. Það eru viðskiftaþvingun í gangi gagnvart makrílnum en samt höfum við flutt út makríl einn og hálfan miljarð króna til ESB, svo ég vitni enn eina ferðina í þig, "Þú skilur þetta ekki enn ?"

Brynjar Þór Guðmundsson, 26.4.2012 kl. 18:58

21 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

Sæll Brynjar

Eins gott að þú sért ekki að semja fyrir Íslandshönd :-)

Læt það vera loka orð mín til þín !

Kveðja

Jóhannes

Jóhannes B Pétursson, 26.4.2012 kl. 19:07

22 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Strákar mínir, viljiði vera rosalega ljúfir og ræða málin. Það er svo svakalega mikið karp á Alþingi og víðar og enginn skortir á viðbót !! Og ég óska þess svo innilega að þessi blessaða þjóð; við öll, getum farið að ræða saman og finna sameiginelgar lausnir á endanum með hin ýmsu mál. Þess á milli og í bland, bara spjallað á léttum og jákvæðum nótum.

Please ;)).

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 26.4.2012 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband