Algjört gjafabann

Er það eina sem dugir á alla stjórnmálamenn og maka þeirra og aðra sem væri létt að leppa fyrir sig þegar freistingar heilla. 

Það kemur fram í reglunum : ,,nema um sé að ræða óverulegar gjafir". Ég einfaldlega ber ekki nægt traust til kjörinna fulltrúa að meta þetta sjálfir. Man t.d. þegar bankarnir gáfu starfsmönnum FME rauðvín fyrir einhver jólin, líklegast 2007 eða þar um kring, að þá þóttu sumum það í lagi því þetta væri ekki svo dýrt vín...minnir að meðal þeirra hafi verið ÞKG en það skiptir ekki öllu.

Auðvitað er Einar Örn borgarfulltrúi alla daga, allan sólarhringinn. Ólafur F. Magnússon mátti ekki kíkja á bari þegar hann var Borgarstjóri ( á sama tíma sást nú oft til annarra stjórnmálamanna og sést enn) , svo það þarf sama að gilda um alla. Hvort sem það á við um samflokksmenn þeirra sem undan kvarta eða aðra, og hvort sem vinskapur er á milli fólks eða ekki. Gísli Marteinn fór í nám um árið...var hann þá námsmaður í útlöndum eða Borgarfulltrúi ? Veit það ekki. 

Mér þykir rangt af Einari Erni að hafa þegið þessa ferð, þó svo hann hafi borgað smotterí sjálfur og það veldur mér vonbrigðum um leið að hann hafi látið sér detta þetta í hug. Svo gagnrýni Hönnu Birnu er algjörlega réttmæt. 


mbl.is Túlkun á siðareglum fráleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Siðareglur eru nú ansi gagnslausar ef það er möguleiki á að múta mönnum eftir kl. 17.

Hmmm... mig langar að fá Reykjavíkurborg til þess að eiga í viðskiptum við mig.  Best að múta stjórninni, en passa mig bara á að senda múturnar heim til fólksins en ekki á skrifstofuna.

Þetta stenst ekki.

Að þessu sögðu, þá hef ég enga trú á því að þetta hafi raunverulega verið mútur, heldur að þetta hafi bara verið vinagreiði, sem hefur ekkert með viðskipti við flugfélagið að gera (enda þorir nú eflaust ekki nokkur innan meirihlutans að versla við WOW eftir þetta).  Einar Örn gerði þarna mistök, að ég held án þess að átta sig á því.  Spurningin er bara hvort menn ætla að líta undan og láta eins og þetta hafi ekki gerst eða þarf einhver að borga fyrir þetta?  Nægir afsökunarbeiðni eða þarf afsögn?  Veit það ekki.  Mér nægir afsökunarbeiðni þó ég ætli ekki að kjósa Besta flokkinn í næstu kosningum af öðrum ástæðum.  En þetta verður notað gegn Besta flokkinum og eflaust er betra fyrir flokkinn að Einar segi af sér.  En ég ætla ekki að meta það hvort það er betra eða verra fyrir Reykvíkinga að hann segi af sér.

Siðareglum er einmitt ætlað að hjálpa þeim sem þær fjalla um að taka rétta ákvörðun þegar það er kannski tvísýnt hvað er rétt í stöðunni.  Þarna nýtti Einar sér ekki þá hjálp sem hann hefði getað fengið úr reglunum.

Andri (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 12:47

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Já, þú meinar, það þyrfti að setja í reglurnar að bannað sé að taka við mútum virka daga 9 til 5.. ;)) Var ekki ferðin farin Miðvikudaginn 30.maí ? Man það ekki alveg...?

Einar Örn er vel gefinn Andri og hefði átt að átta sig á að fara ekki með í þessa ferð, hvort sem hann borgaði smá sjálfur eða ekki. Ég er ekki svo viss um að honum hefði verið boðið, hefði hann ekki verið Borgarfulltrúi. Hversu mörgum ,,venjulegum" vinum bauð WOW með í þessa ferð, þar sem enginn greiði á móti væri mögulegur ? Var öllum boðið sem eigendur þekkja, líka þeim sem eru á ellilífeyri og / eða í engum áhrifastöðum ? Fróðlegt væri að skoða listann yfir þá sem ekki var boðið, og hver veit nema þar séu nánir vinir eigenda í þeim hópi sem ekki ekki eru í réttu jobbunum ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 7.6.2012 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband