8.5.2012 | 12:45
Viðurlög
Skortir klárlega. Tafir valdi minnkun á fjárframlögum, t.d. sama upphæð sem drægist frá og ef um dráttarvexti væri að ræða plús álag. Strax frá fyrsta degi; ,,eindaga" og ,,áminningar og innheimtukostnaður" settur á að auki. Sú upphæð drægist þá líka frá. Svo þá væri fínt að þeir trössuðu þetta enn lengur, það sparar almannafé.
Fátt bjánalegra en að predika úr ræðustól með endalausar lagabreytingaromsur og fara svo ekki sjálfir að lögum. Af hverju ættu þá aðrir að gera það ? Og til hvers voru sett þessi lög ? Uppá punt eins og með lög um ráðherraábyrgð, eða til að friðþægja og blekkja almenning ?
Hvenig ætlar Alþingi að ná að öðlast traust og virðingu sem er algjör nauðsyn að sé til staðar ???
Kæru Alþingismenn : Farið að lögum, verið kurteis hvert við annað og vinnið verk ykkar í þágu þjóðarinnar og sjáið til þess að virðing og traust aukist á vinnustað ykkar. Takk ;))
![]() |
Ámælisvert að flokkar fylgi ekki lögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2012 | 12:12
Kaupmáttur 2004
Hefur Hagstofan nýlega upplýst, að sé sá sami nú og þá, muni ég þetta rétt. Það þykir mér ekki rýma við þessa frétt. Svo hvað gerðist í excel kúnstunum ?
Það mætti endilega uppýsa hver fjöldinn var árið 2004. Til að skoða þessar tölur í því samhengi.
![]() |
26.376 eru í alvarlegum vanskilum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2012 | 10:40
Bruðl
Með almannafé, okkar fé, að splæsa flugi á ríkisstjórnina til að halda fund sem er hvort sem er lokaður almenningi. Og kannski gistingu og dagpeningum um leið ?
Hvar á byggðu bóli tíðkast það að ríkisstjórnir flakki á milli til að halda sína lokuðu fundi ?
Boðað er aðhald og almenningur þvingaður til að skera við nögl þó blæði. Er þetta sú fyrirmynd í fjármálum sem þörf er á ? Væri slíkt bruðl notað ef verið væri að semja námsefni fyrir grunnskólabörn um fjármálalæsi ? Að halda áfram að eyða og eyða og það sé óþarfi að eiga peninga til þess ?
![]() |
Ríkisstjórnin á Egilsstöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2012 | 09:43
Lögbrot
Bankarnir fremja lögbrot sem alþjóð veit um. Beint fyrir framan nefið á okkur. Hér er talað um að bankarninr hafi ekki tekið ,,tillit" til dóms Hæstaréttar.
Væri sama orðalag notað um t.d. dæmdan þjóf sem héldi áfram, þrátt fyrir dóm ? Að hann tæki ekkért ,,tillit" til dómsins og hætti að stela ? Eða má bara nota svo fínt og varfærið orðalag um bankana ?
Af hverju eru þeir ekki kallaðir réttum nöfnum, sem væri lögbrjótar hið minnsta ?
Og af hverju horfir Lögreglan aðgerðarlaus á, sem hún gerir ekki þegar hún veit um önnur lögbrot ? Það þarf ekki alltaf kvörtun til að Lögreglan drífi sig af stað, alls ekki. Þeir renna oft á lyktina. Einbeittur brotavilji virðist liggja fyrir, svo hvað tefur ????
Á sama tíma er Alþingi að smíða lög um smálánin. Þau eru jú sennilegast ógnun við FIT gjöld bankanna, svo þeir tapa og það má ekki líða ! Það eru búið að afnema lög um vaxtaokur, svo starfsemi smálánfyrirtækjanna er alveg lögleg. Ekki að ég sé þeim persónulega hlynnt en það er annað mál. Svo enn og aftur virðist Alþingi setja í forgang að hjálpa bönkunum en ekki almenningi. Fínt fyrir bankana að innheimta áfram of mikið, varla þurfa þeir að endurgreiða með dráttarvöxtum hvort sem er, og þeir vita að fólk í Þrælsóttalandinu borgar og borgar.
![]() |
Hætti að innheimta ólögmæt lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
7.5.2012 | 14:31
Nægjusemi
Getur verið að konur séu nægjusamari en karlar og fari þessvegna ekki frammá launhækkanir eins mikið og karlmenn gera ?
En auðvitað þarf að fara að lögum sem banna mismunun launa vegna kynferðis. Og svo er betra að bíða niðurstöðu sambærilegrar könnunar en ekki dæma þetta of hart út frá því sem hér kemur fram.
![]() |
Launamunurinn mikil vonbrigði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2012 | 13:23
Dýrt torfhús
Hvernig má það vera að torfhús geti kostað 38 milljónir í byggingarkostnað ? Og bara fyrir ca. 80 m2 eða svo ? Torf og grjót og smá viður.
Hvernig fór fólk að því, fátækt upp til hópa, í aldanna rás að byggja sér hús sín með enga styrki og engin lán ? Slagar hátt í byggingakostnað eða gott betur nú eftir hrun, á steyptu meðalstóru íbúðarhúsi með bílskúr !! Og innréttingum, og vatns-og rafmagnslögnum og ljósi í hverju herbergi og veggjum á milli þeirra. Sturtu, wc og vöskum.
Annars vona ég að bókhaldið reddist og það læðist að manni sú tilfinning að vegna þess að Árni er að stússast í þessu, sé verið að reyna að gera þetta tortryggilegt, eins og það eigi að ætla honum,, vegna uppgerðrar fortíðar sinnar, að hann sé að misfara með fé. Það þykir mér ekki fallegt ef væri.
Burtséð frá bókhaldinu og Árna, þá gæti ég giskað á að meira fé myndi safnast til að færa þessa byggingu, heldur en að klára hana þar sem hún er núna. Að mönnum hafi dottið í hug að skyggja á þessa fallegu kirkjubyggingu og nóg pláss um allt, er ekki sérlega bright. Það má alveg setja eitthvað skilti við þessar fornminjar og svo að hafa byggt þetta fjær, svo það nyti sín og skyggði ekki á aðrar byggingar.
![]() |
Ámælisverður klaufaskapur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2012 | 23:50
Ehf um leigusamning
Til hvers er það nauðsyn ? Og hver á að vinna í því fyrirtæki ???? Hver verður framkvæmdastjóri og hver verða laun hans og fríðindi ? Hvað eiga að vera margir starfsmenn um einn blessaðan leigusamning ???? !!!!
Hvað fá talsmenn Huang í laun fyrir vinnu sína í þessu máli ? Það þarf að upplýsa það !!! Menn vinna ekki svona vinnu af góðmennsku einni, enda held ég líka að það megi ekki gefa vinnu sína nema til non-profit stofnana.
![]() |
Ögmundur á eftir að gleðjast líka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.5.2012 | 20:11
Arg !!
Að bíða fram í Maí að tilkynna það sem þeir vissu í Janúar, sá ég á netinu. Er þetta gert til að nota þessa unglinga til að þrýsta á ríkið með hraði á síðustu stundu ??? Eða var þetta klassískur sofandaháttur og slóðasakapur sem þessu veldur ??? Ég vona að meira verði fjallað um þetta mál, þetta er léleg og lásí framkoma og á engan hátt nauðsynleg. Að valda unglingunum og þeirra foreldrum meiri áhyggjum en þörf er á og nóg er af fyrir er fantaskapur og mannvonska. Og sýnir fullkominn skort á samkennd.
Það gengur ekki að hafa reglur sem banna fólki að bjarga sér. Óskiljanlegt að reglurnar séu þannig að foreldrum sé ekki heimilt að samþykkja bakgrunnsskoðun barna sinna. Hvað er eiginlega að hjá því fólki sem samdi og samþykkti slíkar reglur !!! ? Svei ykkur þjónar ríkisisins sem settuð þessar reglur og samþykktuð og svei ykkur starfsmönnum hjá ríkislögreglustjóra sem kveljið fólk með vondum fréttum á síðustu stundu. Svei ykkur aftur og meira !!!
![]() |
Ráðning unglinga dregin til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.5.2012 | 18:43
75% skatt á auðmenn
Er meðal þess sem Hollande vill. Er hann enn einn dulbúni Kapitalistinn inní skápnum sem kemst áfram á því sem hann telur að fólk vilji heyra ? Það hljómar augljóslega vel í eyrum margra, sér í lagi á krepputímum. Allavega miðað við fréttina, annars væri hann ekki efstur í augnablikinu. Eða mun hann virkilega koma á svo háum skatt ? Mun hann berjast fyrir því af fullum krafti og ekki gefa sig fyrr en það tekst ? Eða mun hann segja að hann hafi þurft að ná málamiðlun, að betur athuguðu máli.... ?? Og hvar mun hann setja mörkin á þá sem kallast auðmenn ? Samsvarandi 500 þúsund íslenskar eða er hann að tala um alvöru auðmenn ? Og ætli hann trúi þvi sjálfur að einhver samþykki svo háa skatta og veit hann ekki um Tortula og fleiri skjól ???
Hver ætli laun hans sjálfs og eigur séu ??? Mun hann sjálfur greiða 75% skatt ? Eða er hann með góða endurskoðendur flinka og liðuga í excel ? Ójöfnuður í heiminum er alltof mikill, en ég tel þetta þó vera bull að setja svo háan skatt á nokkurn mann og hann veit það án efa sjálfur að það er óraunhæft að ætla fólki að greiða 750 þúsund í skatt af hverri milljón, þó margar séu eða teljist í milljörðum. 750 milljónir af hverjum milljarð og koll af kolli. Nái hann kjöri, verður fróðlegt að sjá hver staða auðmanna Frakklands verður í lok kjörtímabils. Yrði ekki hissa þó þeir verði orðnir enn ríkari, annað hvort vegna þess að hann mun lækka skatta á þennan hóp, eða þá að þeir finna þá fleiri leiðir til að sleppa. Ég hef enga trú á að auðmenn, frekar en aðrir, muni borga svo háa skatta þegjandi og hljóðalaust.
Við þurfum að lúta ýmsu regluverki frá ESB, vegna EES. Það skiptir því meira og meira máli hver verður Forseti í valdamestu löndunum. Með réttu eða röngu, þannig er það.
![]() |
Hollande sigraði Sarkozy |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
6.5.2012 | 09:39
Hringavitleya
Vaxtabætur eru í raun bjánalegar ef maður hugsar það aðeins. Álagning bankanna er í raun send á ríkið/ okkur, og svo þurfum við að borga meirii skatta til að borga sjálfum okkur vaxtabætur !! . Þetta fer einhvernveginn í hringi, úr sömu vösunum og í þá aftur. Talað er um að það verði svo erfitt að afnema verðtryggingu, margt fari að versta veg. Væri það ekki betri kostur en þessi endalausa hringavitleysa ? Samþykkja okrið, samþykkja kennitöluflakk, samþykkja milljarðaafskriftir og skuldahreinsanir en bara ekki að lækka vexti og vöruverð. Það er ekki mjög gáfulegt og gengur auðvitað ekki upp.
Merkilegt hvað fjármagn sem ekki þarf að flytja inn og greiða af, kostar mikið. Made in Iceland og samt er Krónan okkar með okurálagningu sem bankarnir þurfa ekki að spá neitt í, því ríkið/ við greiðum þetta hvort sem er og þykir við vera svo lánsöm hvað ríkið/ við er gott við okkur og rausnarlegt að borga vaxtabætur. Í stað þess að álagning á peninga sé stillt í hóf og verðtrygging afnumin þannig að ekki þurfi að greiða bæturnar. Bankarnir eru að mestu í einkaeigu, afhverju þarf þá að styrkja þá til áframhaldandi okurs með vaxtabótum ? Og hvenær á svo að byrja á verðbótabótum ??? Eða seðilgjaldabótum ?
Í raun er verið að styrkja þá ( bankana) þannig að þeir fái pottþétt allt sitt í topp án áhættu og án þess að þeim sé gert á móti að greiða hærri innvexti. Og það litla sem þaðan kemur, fer stærri og stærri hluti af til ríkisins/ okkur.
Hvenær fáum við matarbætur ? Eða Bensínbætur ? Það styttist eflaust hratt í það í dýrtíðinni, svo kaupmenn og bensínsalar geti áfram lagt of mikið á og látið ríkið/ okkur borga það í formi bóta.
![]() |
Húseigendur fengu 2,6 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)