19.4.2012 | 19:49
Dauðarefsingar
![]() |
Stendur við ummælin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
19.4.2012 | 18:14
Fríar ættleiðingar
Þetta mál er skelfilegt að lesa um og ekki veit ég afhverju konunni datt í hug að ræna barninu og svo skjóta móður þess. Kannski átti hún ekki nægt fé til að borga ættleiðingu eða var orðin úrkula vonar með að fá barn vegna langra biðlista eða krafna sem hún stóðst ekki ? Það kemur ekki fram svo þá þarf að giska á mögulegar ástæður. Eða var hún kannski of þung ? Sum lönd gera kröfur um hámarksþyngd. Amk mæðra. Veit ekki hvort það sé svoleiðis hér og ef svo, hvort sömu kröfur séu settar á karlmenn.
Það kostar á milli 5000 og 40.000 dollara að ættleiða barn í USA og án efa himinháar fjárhæðir að fara í tæknifrjóvgun. Og sumar konur þurfa að fara margsinnis þar til það tekst.
Það stefnir í eða er kannski komið á þann stað nú þegar, að það að fá hjálp til að eignast barn sé forréttindi fárra með næga peninga. Það þykir mér ekki ganga upp. Þurfa yfirvöld hér og víðar, ekki að endurskoða stefnur sínar í ættleiðingar- og tæknifrjóvgunarmálum þegar kemur að kostnaði ofl því tengdu ? Þarf þetta ekki einfaldlega að vera frí þjónusta rekin af ríkjum heims ? Eða/og af non-profit hjálparsamtökum ? Of mikið er um það að börnum er rænt, konur neyddar til að gefa börn sín ofl. sem er miður fagurt. Og á sama tíma eru of mörg börn sem eru stálpuð eða / og ekki heilbrigð, sem erfiðlega gengur að finna foreldra fyrir. Þau sem mest þurfa á ást og umhyggju að halda. Eins og t.d. börnin í Norður Kóreu sem myndbrot sást frá í vikunni á mbl.is ;(;(;(
Það er ekki mikill akkur í því að borga dýrum dómum tæknifrjóvgun sem tekst og svo væri næsta par eða kona, sem ekki hefði efni á því, tilbúin að gera allt til þess að svo ræna því barni til sín, vegna þess að hvað þetta er dýrt. Sama á við um ættleiðingar. Já, og biðlistar eru alltof langir. Fólk gerir ótrúlegustu hluti í neyð og sennilega eru oft lítil takmörk fyrir því hvers mikla áhættu fólk er tilbúið að taka til að uppfylla óskir sínar og drauma.
Það er hagur allra að fólki líði vel og sé hamingjusamt Þessvegna er þetta eitt af mörgu sem þarf að huga vel að.
![]() |
Skaut nýbakaða móður og stal barninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2012 | 17:44
Öllum konum bannað
Eins og ég skil þetta, þá verður um leið öllum konum bannað að nota tölvur, þar sem það er aðeins eitt kvennafangelsi og það er í Kópavogi. Eða er það kannski deildaskipt í opið og lokið fangelsi ?
Ég er ekki sammála þessu banni. Þó evt einn og einn geri eitthvað slæmt í gegnum tölvu, er ekki rétt að það bitni á öllum föngum lokaðra fangelsa. Hvað er slæmt við að setja like á Facebook ? Væri ekki nær að loka á aðgang á síður sem þykja ekki uppbyggilegar ? Hvað blátt efni varðar....hef lesið að 95% karlmanna horfi á slíkt efni, giftir eða ógiftir. Þarna eru þeir einir, svo hverjum er ekki sama í rauninni ? Og blátt efni er ekki ólöglegt að ég held amk.
Hversu oft hefur það gerst að menn séu að selja eitthvað sem ekki kemur fram hvað er, eða hafa handrukkað úr fangelsum eða skipulagt glæpi ? Hversu stór er vandinn sem á að réttlæta bann á línuna ? Og hafa allir fangar gert eitthvað slíkt ?
Vonandi að þetta verði endurskoðað. Það er gott að hugsa um það hvernig framkomu maður sjálfur vildi fá, sæti maður í fangelsi. Og hvað netið varðar, ef maður vissi að maður væri bara að vafra á netinu en ekki að handrukka eða annað slæmt, hversu ósáttur maður væri að það yrði tekið af manni. Ein af fáum dægrastyttingum sem þeir hafa, get ég ímyndað mér.
Hitt er annað sem mætti hugsa um. Hvítflibbaglæpamenn sitja væntanlega ekki í öryggisfangelsum. Mega þeir komast í tölvur og netið ??? Einmitt þar sem svo létt er að halda brotum áfram, sé vilji til þess !!
![]() |
Banna tölvur í fangelsum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.4.2012 | 15:03
Kristján Eldjárn týpa
Ari Tausti virkar vera hvers manns hugljúfi. Ekki veit ég um neinn ágreining sem hefur skapast um hann sem persónu né heldur í störfum sínum. Aldrei man ég eftir að fólk hafi orrast útí hann. Hann hefur þægilega og góða rödd og framkomu, virðist sáttasemjari í eðli sínu og forðast án efa ágreining og læti með málamiðlum á rólegan og yfirvegaðan hátt. Hann gæti vel sameinað ágreiningsefni þjóðarinnar, þegar uppúr sýður inná milli.
Ég man óljóst eftir Kristjáni heitnum Eldjárn. En í óljósri minningu var hann einmitt rólegur , traustur og góður maður sem ekki tranaði sér mikið fram. Var þarna í ró sinni og veitti öryggistilfinningu. Blessuð sé minning hans.
Ari Trausti er góður kostur fyrir alla þá sem vilja gamla rólega stílinn á ný á Bessastaði. Sem er gott á margan hátt. Ekki veitir af ´frið og ró. Hann á ekki eftir að skandalisera eða hneyksla og við getum vel verið stolt af honum útí heimi. Og ég held að honum muni bara ganga nokkuð vel í kosningunum í Júní ;)) M.v. þá sem fram hafa komið, pottþétt í hópi 3ja efstu. Mun hann sigra ? Það gæti alveg vel verið að það færi á þann veg.
p.s. Væri ekki ráð ef fjölmiðlar birtu nöfn frambjóðenda í stafrófsröð, svona til þess að mismuna ekki fólki. Listinn lengist stöðugt.
![]() |
Ari Trausti ætlar í framboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
19.4.2012 | 11:40
3 núll af
Hvað þetta hljómar nú eitthvað svo miklu svakalegri upphæð í fyrirsögninni þegar það eru 31.000 milljónir heldur en 31 milljarður. Hversvegna er það gert ? Það er nú venjan að tala í milljörðum þegar það á við. Þetta hefði auðvitað getað hljómað enn meira ef þetta hefði verið í þúsundum króna, eða enn meira ef það hefði verið í krónum.
En mikið væri nú gott ef greiningadeildir bankanna hefðu sömu vinnubrögð þegar kjör almennings eru skert vegna t.d. hækkandi verðtryggðra lána, skattahækkana og álíka óværu sem er að drekkja samfélaginu hægt og rólega. Af hverju gera þeir ekki sama þá ?
Og svo er annað sem væri gott að vita. Að óbreyttu, verði frumvarpið ekki samþykkt. Hvað þarf þá hvort sem er að afskrifa mikið ???
![]() |
Tjónið 31.000 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2012 | 21:12
Kæru VeðurGuðir
Viljiði nú vera svo yndislega ljúfir og gefa okkur sólríkt og hlýtt sumar. Skap ykkar var nokkuð svakalegt í vetur og óskandi að þið verðið rólegri og blíðari í skapinu nú þegar dagatalið segir að sumar sé að koma. Allavega í sumar. Ok, og líka næsta og helsst öll sumur ;)) Eins og þið vitið lifnar yfir þjóðinni í hvert sinn sem þið sýnið okkur sólina Við verðum eins og nýútsprungnar rósir ;)) Jákvæð, til í allt eða allavega flest. Mun meira allavega heldur en þegar skap ykkar og læti valda hér kulda og rokraskati. Sambúðin með ykkur á slíkum dögum tekur allsvakalega á. Alveg satt. Þið ættuð að vita að ljósmyndir og vídeó til að kynna landið okkar , sýnir sól og fallegt veður...standið undir þeim væntingum
Plís.
Þið vitið einnig að þetta fallega land er á mörkum hins byggilega. Og til þess að það sé séns á að fyrirgefa skapofsa ykkar á köldum, dimmum rokdögum á löngum vetrum, þurfið þið að bæta okkur það upp með hlýjum og sólríkum sumrum. Þá er ykkur líka fyrirgefið med det samme og við gleymum öll sem betur fer látum líðins vetrar. Takk ;P
![]() |
Gott veður á sumardaginn fyrsta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2012 | 20:52
Íslenskt já takk
![]() |
Mæðgin handtekin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2012 | 19:03
Fálkaorðan
Er ekki tekinn af mönnum þó síðar komi í ljós að menn hafi ekki endilega átt hana skilið. Svo er hægt að hrifsa verðlaunfé af öðrum eins og ekki neitt sé. Amk að reyna það allharkalega. Það er of mikið offors af hálfu ríkisins. Eftir hrun missti obbinn af arkitektum vinnu sína. Svo þarf að hamast í þeim vegna verðalaunfés.
Nú er að sjá hvort ríkið haldi áfram að hamast og áfrýji til Hæstaréttar.
En er búið að byggja hjúkrunarheimilið og þá eftir hvaða teikningu ?
Þreytandi hvað það þarf oft að standa í stappi og hártogunum við ríkið sem erum við sjálf. Eins og það sé óvinur en ekki vinur. Við eigum ekki að þurfa að vera hrædd við ríkið. Ef einhver ætti að þurfa þess, væri það einmitt í hina áttina, að ríkið væri smeykt við almenning. Af hverju þarf þetta að vera svona og ætli önnur lönd dragi sitt fólk jafn oft fyrir dóm og hér er gert ? Þeas ætli málin sem ríkið höfðar eða þegar því er stefnt, séu álíka mörg ? é
g efast stórlega um að ástandið sé svona á t.d. hinum Norðurlöndunum. Af hverju er ekki hægt að ræða málin og komast að samkomulagi oftar en virðist vera ?
![]() |
Ríkið mátti ekki svipta arkitekta verðlaunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.4.2012 | 18:39
Beint tap
Þá per íbúa ??? Meina þeir það ? Eða er það þeirra eigin hlutur sem minnkar um 100 milljónir ? Hverju mun þetta breyta í raun og veru fyrir Grímsey ? Hvað mun bæjarsjóður tapa á þessu eða munu þeir evt hagnast ? Hversu margir eru á launum hjá fyrirtækjum sínum á lágmarkslaunum ? Hvaða akkur er það fyrir byggðarlögin í raun og veru ?
Það má vel vera að margt sé að þessu frumvarpi. En það þarf þó að skoða leiðir til þess að eigendur fisksins í sjónum, við öll, fáum leigutekjur úr hafinu. Hafi ég skilið það rétt, er verið að tala um gjald af hagnaði. Þá væri nú gráupplagt að hækka laun fiskvinnslufólks svo minna verði eftir í hagnað; þá minna leigugjald. Merkilegt hvað þau laun hafa mestallatfa verið sultarlág í þessari arðsömu aðalatvinnuvegi þjóðarinnar. Hefði haldið að fyrirtæki sem geta ekki greitt góð laun, væru í raun ekki með rekstrargrundvöll.
Annars er nú almenningur svo sem vanur því að breytingar sem skerða lífskjörin er nú bara smellt á að fólki óspurðu. Með réttu eða röngu. Það amk fær ekki svona mikla umfjöllun, skýrslur, hitafundi, athygli fjölmiðla, froðufellandi Þingmenn eða að fólk mæti á útifundi. Það þarf eitthvað að jafna stöðuna.
![]() |
Milljón á mann í Grímsey |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2012 | 15:55
Leiðrétta lánin og hækka launin
Væri það ekki eðlilegri krafa BSRB ???? Á ríkið, við öll, að borga allt hrunið alveg í topp ? Og á að tryggja með öllum ráðum að bankarnir fái allt sitt í topp og meira til, verðtryggt að auki ?? Að þeir þurfi bara als ekki að taka upp veskið fyrir almenning sem öllum hefur blætt á mismunandi hátt og mismikið, vegna bankanna að stærstum hluta.
Fram kemur hér að kaupmáttur hafi rýrnað...gott og blessað. En Hagstofan er nýbúin að segja okkur að kauomátturinn nú sé sá sami og 2004 að mig minnir. Svo hvað er rétt í þessum tölum öllum saman?
Svo þykir mér það alvarlegt íhugunarefni af hverju fólk nær ekki að framfleyta fjölskyldum sínum án ríkisstyrkja. Það þarf ekki að fara lengra aftur en 1970 til 1980 ca. að eiginmenn gátu séð fyrir konu sinni og börnum. Af hverju er það ekki hægt lengur ??? Hafa atvinnurekendur lækkað launin hlutfalselga og gert ráð fyrir 2 fyrirvinnum í stað einnar áður og rest greiði svo ríkið ???
Ég veit t.d. að þegar Svíar fyrst , ca. 1900 eða svo, byrjuðu að greiða einhverskonar barnabætur. Það fyrsta sem gerðist með svindli og misnotkun á því kerfi var það að atvinnurekendur lækkuðu launin !!!
![]() |
Hækka verður barnabætur umtalsvert |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)