Færsluflokkur: Bloggar
10.11.2012 | 23:07
BB átti að setja sig í mun aftara sæti !
Ég man eitt sinn þegar ISG var framboði i Borginni, eða flokkurinn hennar, þá setti hún sig í 8.sæti, muni ég það rétt. Og komst áfram !
Sterkur leiðtogi og formaður flokks, á ekki að setja sig í 1. sæti, of léttur sigur. Og aðeins um helmingur sem hann náði af atkvæðum...sýnir engan veginn þann styrka sem formaður þarf að hafa, því miður.
Trúi hann nóg á sjálfan sig og aðra sem eru á lista, á hann ekki að óttast að setja sig taslvert aftar en hann gerði ;)))
Það er ekki nóg að vera alnafi afa síns, það er ekki nóg ;o ;o !!
Bjarni með 54% atkvæða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
10.11.2012 | 18:42
Spörum tuð og þras-nýtum reynslu Dana !
Og hættum að spá í að leggja sykurskatt á og eins á feitan mat. Sjálfri þótti mér það sniðugt...alveg þar til ég las þessa frétt. Þarf ekki meira til að skipta 100% um skoðun..verst a ðher væri samt hægt að gera þetta í trausti þess að við skokkum hvorki né hjólum yfir landamæri til að kaupa ódýrari vöru..svo ég vona að sú staðreynd verði ekki misnotuð hér og þetta sett á engu síður ??
Svo allir kæru Alþingismenn...drop it ! Takk ;o
Fituskattur aflagður og hætt við sykurskatt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.11.2012 | 12:19
Hlutastarf ?
Er það hlutastarf með nægan frítíma að vera Alþingismaður ?
Er það hlutastarf með nægan frítíma að vera formaður Bændasamtakanna ?
Til hvers að ætla sér tvö störf á fullum launum...annað ef t.d. laun hans sem Alþingismaður myndi skerðast krónu á móti krónu við laun fyrir formennsku í Bændasamtökunum....sem ætti evt að taka upp í jafnræðissamfélaginu okkar ;o
Og er hann að færa lögheimili sitt út á land til að misnota búsetustyrki, eða býr hann úti á landi nú þegar sannanlega og verður þar áfram eða ef svo, færir hann þá lögheimili sitt á mölina í Reykjavík ? Mér þykir svona flakk með lögheimili Alþingismanna forkastanlegt og á pari við kennitöluflakk fyrirtækja sem fólk þolir ekki upp til hópa. Ég vona að lögheimilsmál hans verið upplýst um og hann spurður um það og hvort hann ætli að flakka með það á pappírum eða ekki.
Annars fagna ég því að nýjir menn bjóði sig fram, það þarf 100% endurnyjun en það nýja fólk þarf að vera heiðarlegt svo hægt sé að byggja upp traust og bera virðingu fyrir Alþingi.
Fyrst og fremst landsbyggðarmaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
10.11.2012 | 10:55
Þakklæti og kurteisi...FRÍTT ;)
Og hann veit sem er, að þakklæti kostar ekki neitt og að það er ekki neitt leyndarmál að hann er manneskja með tilfinningar en ekki vélmenni ;o Eitt af fáu sem er frítt í þessum blessaða heimi okkar og það er of mikið sparað af því sem frítt er , því miður; eins og t.d. hrós, fyrirgefning, heiðarleiki, traust, tillitssemi, hjálpsemi og já, það að nota stefnuljós í umferðinni ofl. ;o ;o )))
Táraðist við að ávarpa unga stuðningsmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.11.2012 | 07:48
Og...var skuldin greidd ?
Og hver var upphæðin ? Og hver borgaði, hafi þetta skilað sér sannanlega til ISAVIA ? Eða fengu þeir séns eftir þessa 9 daga ?
Þessi frétt er eins og hver önnur hálfkveðin vísa þar sem einungis er fjallað um það hveru lengi vélin var kyrrsett.
Var kyrrsett í níu daga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.11.2012 | 09:09
Landsbjörg
Hefur verið talsvert nefnt í umræðu um meint ólöglegt gjaldeyrisbrask þar sem framkvæmdastjórinn , nú fyrrverandi, hefur verið innblandaður, sem og nafn markaðsstjóra Landsbjargar. Í bloggheimum sýnist mér yfir línuna, að fólk sé á því að láta ekki meinta lögbrot starfsmanna Landbjargar, bitna á fjáröflun , sölu á Neyðarkallinum. Það sama er eðlilegt að segja um þessi hræðilegu mál sem áttu sér stað í Landakosttskóla. Það er því miður ekki skortur á fólki sem er óheiðarlegt og rotið að innan og margt af því fólki misnotar aðstöðu sína eða stöðu í starfi sínu, eða er sakað um það amk. Í báðum málum, með Landakotsskóla og með mál fyrrverandi framkvæmdastjóra Landsbjargar hefur ekki verið ákært né dæmt. Og Sr. Georg er látinn svo ekki verður réttað yfir honum héðan í frá í dómssölum landssins.
Ég held að langflestir dæmi ekki Landsbjörgu úr leik vegna þeirra upplýsinga sem fram hafa komið. Og sem betur fer segi ég, við þurfum hér eftir sem hingað til á þeim að halda og síðasta dæmið var um liðna helgi í því ofsroki sem óð yfir landið okkar. Þetta mál með fyrrverandi framkvæmdastjóra Landsbjargar lítur vissulega afar illa út lögmenn hans eiga ekki öfundvert verk framundan, m.v. það sem heyrist á upptökunni. Og 10 klt efni eftir....
Ég vona sömuleiðis að flestir láti sér ekki detta í hug að dæma Kaþólsku kirkjuna fyrir þau rotnu epli sem þar störfuðu. Og því síður Þjóðkirkjuna okkar. Kirkjan sem stofnun er ekki sú sem er sökuð um þessi skelfilegu brot gegn saklausum börnum sem þar voru og bera sár á sálu sinni alla ævi sína. Ég vona að þau muni ná að vinna sig í gegnum ömurlega lífsreynslu sína.
Beitt ofbeldi árum saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.11.2012 | 21:27
Og hver borgar ????
Það vona ég að komi fram , hverjir eru tilbúnir að kosta það að reyna að jarða kirkjuna okkar og það væri gaman að vita hvort fólk selji sálu sína svo ódýrt fyrir einhver ómerkileg verðlaun sem varla eru lífsnauðsyn hvort sem er.
Seint held ég að það muni gerast að t.d. Múslimum eða Gyðingum dytti í hug að rústa eigin trú og menningu. Þeir verja hana með kjafti og klóm. Vona að fólk hugsi aðeins hvað það er að gera og hverju það er að þakka að hér er samfélagið eins og það er, vegna þess að kirkjan okkar hefur gert margt gott og þarft í gegnum tíðina, kennt fólki að lesa fyrr á tímum, hjukruðu sjúkum og fleira og fleira. Það er ekki fallegt að launa henni með því að vilja henni allt til foráttu. ,, Komi þeir sem koma vilja, fari þeir sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu" .
Heita vinningum ef fólk segir sig úr þjóðkirkjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.11.2012 | 21:20
Líka ég og mjög svekkt ;(
Mér hefur þótt WOW frábært félag og flau með þeim sjálf og var ánægð með það. Og markaðssetning þeirra og litirnir hafa mér þótt með því best heppnaða í langan tíma á Íslandi og hafa þeir fengið mitt hrós hér á blogginu mínu. En svo runnu á mig 2 grímur þegar þeir ákváðu að hætta að fljúga á Köpen, sem er sá áfangastaður sem er hvað mest flogið til og þótti mér það dúbíös.
Svo núna er ég hunsúr útí þá og hef glatað áhuga mínum á þeim og þeim stælum að reka alla frá IcelandExpress eða var það kallað uppsagnir..? Og þeir sem yfirtóku rekstur IE ! Og hver á að vinna þau störf í staðinn ???? Ég vona að þeir sem voru reknir, hugsi sig um áður en þeir sækja um hjá WOW, eins og þeim var bent svo dapurlega á sem sárabótartilraun þegar allt þetta fólk missti lífsviðuræri sitt, næsta vor !!!
Og svo orð Forstjórans...að ætla að ,,slátra " Icelandair, hugnast mér engan veginn, þegar menn þykjast flestir fagna samkeppni sem þeir gera nú án efa alls ekki þó þeir segi það. En það er ekki leiðin í heilbrigðum viðskiptum, heldur að standa sig vel þannig að fólk velji að eiga viðskipti við sig.
Og þetta minnir mig of mikið á maníuna fram að hruni, alt á að gera á no time og það er eins og það sé aukaatriði hvað hlutir kosta....það skiptir kannski engu máli , verði þetta sett í þrot og ný kt. stofnuð, sem kannski nú þegar er búið að gera, eða ?
Og hvar fékk Skúli peninga til að yfirtaka reksturinn ??? Borgaði hann eitthvað og hvert fór þá það fé ??? Og er búið að borga skuldina vegna lendingargjalda á Leifsstöð og hvað var það há upphæð og á hvað löngum tíma fékk sú skulda að safnast upp, áður en 1 vél var kyrrsett, sem hún er þá væntanegla enn, hafi skuldin ekki verið greidd. Þetta þarf að koma fram að mínu mati ;))
Það þarf mikið að breytast svo ég vilji versla við þá aftur...verðin eru alltof há og það er ekki til marks um samkeppni. Sé til ef flug til Köpen verður aftur 9.800 eins og með WOW air í sumar sem leið.
Flugmenn ósáttir við Wow Air | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.10.2012 | 21:48
Raungildi tölvukerfis
Þegar það hentar til að fá samúð... þá eru upphæðir hækkaðar eins og í þessari frétt...þegar það hentar til að fegra, þá eru upphæðir ,,eldri" eins og var í tilkynningu frá þeim varðandi kostnað tölvukerfis...magnað hvað hægt er að snúa uppá fram og tilbaka með talnaleik...
En því miður, líkt og aðrir, þarf ríkisendurskoðun að taka á sig sukkið sem olli hruninu...súrt en þannig er það því miður. Það hafa allir áhyggjur meira og minna í samfélaginu, alla daga vegna ástandsins, en það góða er að þetta ár, 2012, er árið sem viðsnúningur uppá við á sér stað og þetta lagast allt. Það er alveg öruggt ;)))
Ríkisendurskoðun þarf að fækka fólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.10.2012 | 12:30
Dómafordæmi fyrir Víkingana komið !
Fangelsi fyrir að svíkja út fé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)