24.5.2012 | 13:35
Fengsæl fiskimið
Við túnfótinn, og göturnar líta svona illa út á Ísafirði. Hversu mikið skilar sér í bæjarsóð af því sem hafið allt í kring hefur uppá að bjóða ? Maður skildi ætla að sjávarplássin ættu að njóta góðs af háum tekjum sem sjávarútvergurinn skapar. Eða situr lítið eftir og ef svo, þá hversvegna ?
Ef fyrirtæki sem þurfa að grafa, geta ekki gengið sómasamlega frá, ætti bærinn að sjá um þetta sjálfur og senda þeim svo reikninginn. Amk héðan í frá, sé það þeirra að ganga frá þannig að útlit sé eins og áður en grafið var. Varla er þetta sú auglýsing sem þessi fyrirtæki eru að sækjast eftir. Eða er þeim kannski alveg sama ?
Flott hjá Ísfirðingum að mála holurnar og ég vona að barátta þeirra skili skjótum árangri ! Fleiri ættu að gera slíkt hið sama, og mála óslegið gras í leiðinni, sem bæjarfélög á nokkrum stöðum hafa trassað til að láta fólk trúa því að þau séu að spara fjármuni. Hafa það sýnilegt, eins og sagt er. Sem ég held að sé blekking að mestu.
![]() |
Mótmæla með götulistaverkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2012 | 13:24
Surprise, surprise
Man einhver dæmi þess, amk síðustu 15-20 árin eða svo, að tillaga frá minnihluta hafi verið samþykkt ?
Er ekki bara tíma og peningasóun að leyfa þingmönnum sem tilheyra minnihluta hverju sinni, að koma fram með frumvörp og tillögur sem kjósa á um á Alþingi ?
![]() |
Tillaga Vigdísar felld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.5.2012 | 15:23
Krúttrúsínur
Þær koma frábærlega skemmtilega á óvart og gera fólk svo sannarlega glatt með framkomu sinni og söng. Alveg natural og ósminkaðar. Manni langar bara að dansa og brosa við að hlusta á þær og horfa. Það hafa svo sem oft verið hálf skondin atriði, flytjendur og búningar. En þessar gömlu krúttuðu eru á einhverjum alveg nýjum kaliber í skemmtanabransanum. Svo ferksar í stíl þó þær séu aðeins komnar til ára sinna. Gefa líka fólki von um að aldrei sé of seint að slá í gegn !!
Mér þykir Ísland eiga vandaðasta og flottasta lagið og ég spái því sigri og vona svo innilega að ég muni reynast sannspá. Sigurvíman sem þjóðin færi í við það, myndi koma okkur áfram eftir pásu í nær 4 ár frá hruni. Eina lagið sem ég myndi ekki gráta ef sigraði okkur, er þetta atriði. Að auki skylst mér að þær séu með þátttöku sinni að safna fé í kirkjuna sína ;))
![]() |
Áttræðar babúskur í Bakú |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2012 | 22:30
Fékk gæsahúð
Rosalega flott hjá ykkur, takk ;))
Sigrum svo á laugardagskvöld og verum dugleg að senda þeim sigurstrauma, það hvetur þau áfram og fyllir þau enn meira sjálfstrausti en þau hafa nú þegar.
Þau lesa bloggið án efa, eða þá vinir þeirra og segja þeim frá hvað bloggheimar segja. Allt telur, allt skiptir máli !!!
Ísland í 1.sæti !!! kominn tími til og þetta ár er það besta til þess fallið !!!
![]() |
Þetta var ólýsanleg tilfinning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2012 | 21:20
Sigurstraumar til Bakú !
Tökum okkur nú til og sendum jákvæða sigurstrauma til okkar fólks ;))
Þau stóðu sig frábærlega, lagið er vel gert og flott í flutningi og hefur alla burði til að sigra.
Við þurfum á því að halda sem þjóð að fá eitthvað fallegt, gott og jákvæð , eftir þá allra lengstu tuð-og nöldurlægð sem staðið hefur í næstum 4 ár, í sögu þjóðarinnar. Komið fínt. Meira en fínt !
Leyfum okkur ávallt að vona það besta. Vonbrigðin verða ekki neitt minni. þó fólk hugsi neikvætt. En jákvæðir straumar, trúi ég amk, geta haft mjög mikið að segja. Secret aðferðin svínvirkar ! Trúum á okkar frábæra fólk og hugsum eins og sigurvegarar. Allir sem taka þátt í keppni , gera það í þeirri von að sigra. Líka þau. Við erum of feimin að öllu jöfnu að hugsa okkur sigur þegar við tökum þátt, sér í lagi í Eurovision. Breytum því, og látum ekki nægja kurteisislegt hjal um að mikilvægast sé að vera með.
Harpan er tilbúin svo við höfum allt sem þarf. Sigur mun koma okkur áfram sem þjóð. Það er ég sannfærð um !!
Áfram Ísland og takk Greta Salóme fyrir að hafa samið svo vel heppnað lag og öll hin sem standið að þessu í ár. Takk og til hamingju og gangi ykkur rosalega vel á úrslitakvöldinu og hampið 1. sæti ;)
![]() |
Ísland komst áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.5.2012 | 14:51
Þetta er ekki í lagi
Þvílíkur fantaskapur og ógeð er hvernig fólk fær að komast upp með að koma fram við fólk. Ég hvet alla til að lesa greinina í prentuðu útgáfu Moggans og þykir leitt að þeir setji ekki alla frásögnina hér á mbl.is.
Ég græt í hjarta mínu yfir svona mannvonsku ;(
Ég veit ekki fyrir hvað maðurinn sat inni. En það skiptir mig engu máli. Ekki neitt réttlætir slíka framkomu nokkurra yfirvalda, sem evt á löglegan hátt fara illa með fólk. Þegar fólk utan fangelsa kemur þannig fram við annað fólk, þá er það handtekið og það dæmt. Af hverju eiga fangaverðir að fá að beita fantaskap sínum og skapi að föngum ? Það er aldrei í lagi að meiða annað fólk, og alls ekki í lagi að finnast í lagi að illa sé komið fram við fanga. Ef fólki þykir það í lagi, þá er það fólk ekki neitt betra en þeir sem fremja hina ýmsu glæpi með því að pynta og meiða, sem þeir svo eru settir í fangelsi fyrir.
Það er mjög mikilvægt að fólk hugsi um það hvernig komið er fram við þá sem eru handteknir og svo vistaðir í fangelsum. Vegna þess að ef fólk lætur ekki í sér heyra, þá heldur fantaskapurinn áfram í trausti þess að öllum sé sama. Það er gott að hugsa: ,, ef ég yrði handtekinn, sek eða saklaus, hvernig myndi ég þá vilja að komið yrði fram við mig ?" ,, Hvernig aðbúnað myndi ég þá vilja fá ?"
Starf Amensty er gott, þarft og þakkarvert. En hvað hefur Amnesty á Íslandi gert fyrir þennan mann ? Nú er herferð í fjölmiðlum um að þrýsta á stjórnvöld Aserbaídjsan að sleppa þar föngum, www.netakall.is. Þar sem Eurovision fer fram í ár. Gott og blessað. En af hverju ekki að láta í sér heyra þegar Íslendingar eru handteknir og fangelsaðir úti í hinum stóra heimi ?
Af hverju er íslenska ríkið ekki löngu búið að græja samninga við öll lönd um skilyrðislaust og tafarlaust framsal hingað heim, þegar menn óska eftir því ? Það var eki hægt með þennan mann vegna skorts á samninngum og / eða vegna þess að fangelsi okkar voru yfirfull. Að auki var þessi maður og er sennilegast, á örorkulífeyri vegna heilsuvanda fyrir handtöku. Þær greiðslur voru stöðvaðar vegna þess að reglur segja að þær séu ekki greiddar til fanga. Hann þurfti sjálfur að borga mat og fleira í fangelsinu.
Ég man hvað margir urðu fúlir þegar Árni Johnsen sá til þess að fangar fegnju ný rúm. Enn er stundum minnst á þetta þó langt sé um liðið. Að fangar eigi að þakka fyrir það sem þeir hafa og fleira í þeim dúr. Ég hef ávallt verið þakklát Árna fyrir. Mér þykir meira en nóg að fólk sem lendir í fangelsi þurfi að sæta frelsiskerðingu. Ég mun aldrei fallast á að það sé í lagi að aðbúnaður þeira sé slæmur eða meðferð á þeim hrottakspur einn. Aldrei. Að auki má hafa í huga að fullt af fólki situr saklaust inni að auki og margir eru tekir af lífi þar sem sakleysi sannast með DNA eftir aftökur. M.a. í USA.
Íslensk yfirvöld eiga að hjálpa miklu meira en gert er. Það er ekki nóg að mótmæla mannréttindabrotum á hátíðis- og tillidögum en láta hjá líða að huga að því hvernig komið er fram við okkar eigið fólk. Eða koma því á framfæri á fundum að Kínverjar þurfi að taka sig á. Það er fínt að líta fyrst í eigin barm. Utanríkisþjónustu okkar skortir heimildir til að gera meira. Alþingismenn okkar eiga að sjá til þess að veita þeim auknar heimildir og fjármuni.
Oft er sagt að íslensk fangelsi séu eins og hótel. Það er óskandi að Ísland verði öðrum löndum til fyrirmyndar og fordæmi ávallt opinberlega illa meðferð á föngum og geri meira en allt til þess að tryggja réttindi og öryggi Íslendinga sem lenda í fangelsum úti í hinum stóra heimi. Mér þykir ekki gang upp að allt sé reynt til að losna við að hýsa útlendinga hjá okkur, á sama tíma og ekki er jafn miklu púðri eytt í að fá okkar fólk heim. Og við ættum ALDREI að reyna að senda útlenska fanga í burtu til afplánunar heima hjá sér, nema tryggt sé hvaða aðbúnaður bíður þeirra í heimalöndum sínum.
Þegar illa er komið fram við fólk, og aðbúnaður svo ógeðslegur að ef þetta væru dýr, þá væru dýraverndunarsamtök búin að láta heyra hátt í sér. Þarf að stofna mannverndarsamstök ? Þarf þess virkilega ? Þegar komið er svo illa fram við fólk og því talið trú um að það eigi ekki neitt gott skilið, fer það að trúa því sjálft. Það er ekki í lagi. Þessvegna þarf aðbúnaður og framkoma að vera góð og mannúðleg í alla staði. Og ég tel það auka líkur á því að þeir sem ljúka afplánun, séu betur tilbúnir að aðlagast samfélaginu á ný og vilja hafa allt gott í lífi sínu. Margir hafa aldrei lært það, sumir hafa fengið ömurlegt uppeldi. Fínt að nýta tímann í fangelsum til að kenna mönnum hvernig rétt er að lifa lífinu og koma fram við náunga sinn.
Ég græt í hjarta mínu yfir svona mannvonsku ;(
Þrýstum á íslensk yfirvöld að bæta úr þessum málum, sem og á Amnesty að beita sér af fullum þunga þegar Íslendingar dvelja við ógeðslegar aðstæður í útlenskum fangelsum og komast ekki heim til að afplána, þegar þeir óska þess. Sé það svo að Amnesty á Íslandi hafi beitt sér hvað þennan mann varðar, biðst ég afsökunar en um leið væri þá fínt að vita í hverju það fólst og hversvegna ekki tókst að hjálpa manninum, sem er að auki sjúklingur, bæði fyrir handtöku og eftir, vegna þess að hann ber skaða eftir að fangaverðir börðu hann.
Það er einnig óskandi að það væri reikningsnúmer með sem hægt væri að styrkja þennan mann með. Og einnig að það væru opinberir sjóðir til að leita til.
,,Það eru ekki illmenni sem eyðileggja heiminn, heldur þeir sem horfa aðgerðarlausir á", Einstein.
Ég græt í hjarta mínu yfir svona mannvonsku.
Sem ég hef aldrei skilið og vil ekki skilja. Það þarf að sýna öllum virðingu og kurteisi og hugsa vel um allt fólk. Eins og við viljum að komið sé fram við okkur. Við erum kristin þjóð að auki, og við eigum ekki að líta á refsivistir sem hefndir. Við búum ekki í samfélagi þar sem lögmálið ,, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn" gildir. Sem betur fer.
Ef ég fengi að ráða, þá væru fangelsi eins og lúxushótel. Slík nálgun hefur ekki verið reynd, og vel þess vert að prófa. Ég hef enga trú á því að ógeðsleg fangelsi bæti nokkurn mann. Því miður ræð ég engu um þessi mál en óska þess að svo væri. Það eina sem ég get gert núna amk er að skrifa þessi orð og ég vona að einhver sem hefur völd til að breyta, lesi þetta og vinni í því að bæta þennan málaflokk , bæði hér heima, og ekki síst þegar Íslendingar búa við slíkar hörmungar í útlöndum.
Kæru Alþingismenn, þið hafið tækifæri til að breyta. Gerið það. Allt sem þarf er viljinn til þess. Takk.
![]() |
Verðirnir létu höggin dynja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.5.2012 | 19:51
Lækkun vaxtabóta
Er það sem ég vona að verði ekki sú lausn sem kynna á, til þess að hægt sé að hækka aðrar búsetubætur. Það þarf að muna að þeir sem fá vaxtabætur, þurfa hærri bætur að mínu mati, vegna þess að eigendur þurf að greiða fyrir viðhald , sem leigjendur og Búsetabúar þurfa ekki að gera.Margir sem hafa keypt, treysta á vaxtabætur og ef þær eiga að lækka, sem ég óttast, þá gegnur að sjálfsögðu ekki að gera það í einum grænum, heldur þarf nokkuð góðan aðlögunartíma, ef svo má að orði komast.
Vonandi að þetta hækki þá allt, víst það þarf að hafa bætur á annað borð. Auðvitað væri best ef vextir og verðlag væri þannig að laun fólks nægðu.
Svo vona ég að ekki eigi að búa til leigumarkað með íbúðum sem teknar hafa verið af fólki. Lyklafrumvarpið ber þess keim.
![]() |
Húsnæðiskerfinu umbylt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.5.2012 | 12:59
Pissfullir
Báðir tveir og þá er ok að hafa opið fyrir komment á mbl.is ? Og kannski líka víst þetta gerðist úti á Grandagarði ? Á þá að giska á að þeir séu útigangsmenn og þá er ok að taka sénsinn á því að einvherjum detti í hug að blogga á ónærgætinn hátt ? Nú er vitað enn betur hvað maðurinn er þungt haldinn : http://mbl.is/frettir/innlent/2012/05/20/med_alvarlega_averka_eftir_likamsaras/ og samt er opið við báðar fréttir. Hversvegna ???
Ég harma allt ofbeldi og það væri óskandi að það fyrirfyrndist ekki. En ég harma einnig þann mun sem mér þykir vera í fjölmiðlum á því hvernig fréttaflutningur er af slíkum málum, og þá ekki síst það hvort opið sé eða lokað fyrir möguleika á kommentum.
Fyrir ekki svo löngu síðan að þá var hörmuleg hnífstungurárás og sá maður illa slasaður en er sem betur fer á batavegi. Fyrsta fréttin af því máli á mbl.is var með lokað fyrir komment. Hversvegna ???http://mbl.is/frettir/innlent/2012/03/05/alvarlega_slasadur_eftir_aras/
Ég óska báðum mönnum sem á var ráðist, skjóts og góðs bata. Og ég óska þess að mbl.is hafi sömu vinnureglu í öllum svona slysa-og árásarmálum, sem og andlátsfréttum. Það er stundum opið og stundum lokað og mér hefur þótt það virka eins og það sé meira farið eftir því hver á í hlut en hvað gerðist. Og það svíður mér undan. ;( ...arg !
![]() |
Á gjörgæslu eftir líkamsárás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2012 | 13:27
Styttri opnunartíma og wc
Ég er sannfærð um að ástandið í miðborginni myndi batna til muna ef börum yrði lokað mun fyrr en nú er, þessvegna kl. 01, og 03 í síðasta lagi. Og ef splæst yrði í nógu mörg wc svo fólk fái tækifæri til að vera snyrtilegt og kurteist. Það hefur ávallt verið vandamál að komast á wc í borginni og er því áratuga þverpólitíkst vandamál. Í góðærinu sk var ekki þeim heldur ekki komið upp. Svo ekki er fjárskortur gild afsökun að mér sýnist. Merkileg tregða að halda það í áratugi að fólk sem hefur verið að drekka áfengi geti haldið í sér ! Ekki eru húseigendur í miðborginni öfundsverðir sem tilneyddir eru í hlutverki almenningssalerna. Frekar nastý og óspennandi hlutverk, bara vegna þess að Borgin nær því ekki að fólk þarf að PISSA !! Þarf fólk evt að pissa í ,,réttu" garðana til þess að Borgarfulltrúar opni augu sín ? Hafa þau aldrei lent í því sjálf að garðar þeirra eru notaðir til þess að PISSA í ? Er það ástæða tregðunnar í gegnum áratugina ? Vona að til þess þurfi ekki að koma að Pampers komi sjálfsölum í dreifingu með fullorðins bleyjum, bara vegna þess að það vantar wc sem eiga að vera sjálfsagður hlutur. Það mætti t.d. fjármagna þau með hluta af leyfisgjöldum sem barir þurfa að greiða.
Með styttri opnunartíma færi þá fólk fyrr út á lífið. Það væri þá frekar ráð að hafa næturklúbba í iðnaðarhverfum fyrir þá sem vilja halda áfram alla nóttina. Sem myndu þá opna eftir miðnætti, þegar börum miðbæjarins væir lokað. Ég held að það yrði ekki neitt tap fyrir barina né leigubílsjóra þó svo innkoman kæmi á öðrum tíma. Að auki held ég að fólk eftir fertugt, færi meira út, ef barir væru fullir af fólki snemma að kvöldi. Það fólk á oft meiri peninga til að eyða á börunum. Yrði ekki hissa þó þetta kæmi betur út tekjulega séð fyrir hagsmunaaðila. Og svona er þetta t.d. í USA, fólk byrjar snemma og hættir snemma. Þvílíkur munur í alla staði ;))
![]() |
Fíkniefni, hávaði og þvaglát í miðborginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.5.2012 | 12:13
Selja þá eða gefa ?
Voru þeir nokkurntímann greiddir þegar þeir voru einkavæddir ? Mig minnir ekki. Svo af hverju er hann að láta sér detta í hug að það verði greitt fyrir þá núna ? Tekin lán sem ekki verða greidd til kaupana ?
Einkavæða gróðann og ríkisvæða tapið...er ekki komið nóg af því ? Best að ríkið eigi þá áfram, við þurfum hvort sem er að borga allt sem tapast, svo það er þá betri kostur að við fáum þá einnig hagnaðinn.
Fram kom í Kastljós í vikunni, þegar veiðigjaldið var þar til umræðu að eigið fé útgerðarinnar væri MEIRA en ríkissjóðs. Og svo hafa þeir ekki efni á að borga eigendum auðlindarinnar leigu ? Útgerðin gæti þessvegna komist undan því að greiða nokkuð, með því t.d. að hækka laun fiskvinnslufólks all verulega, því allur kostnaður kemur til frádráttar áður en veiðigjald yrði greitt. Og gefið helling til góðgerðarmála, styrkt námsmenn, barnafólk, fólk sem misst hefur heimili sín... listinn er langur.
VE á að vera nógu greindur til að vita að það er ekki ætlunin að rústa sjávarútvegnum. Þetta er heimskulegur hræðsluáróður sem ég vona að sem fæstir trúi eða falli fyrir.
![]() |
Raunhæft að selja hluti ríkisins í bönkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)